Jeremía 31. kafli

Þannig er sátmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn. Enginn mun framar þurfa að kenna landa sínum og bróður og segja: Þekkið Drottin. Allir munu þekkja mig, bæði stórir og smáir, segir Drottinn. Ég mun fyrirgefa þeim sekt þeirra og minnist ekki framar syndar þeirra.

Framtíðarsýn Jeremía felst í endurkomu þjóðar Guðs til borgar Drottins. Fyrirheitna landið mun að lokum standa undir nafni. Þegar ég les lýsingarnar rifjast upp nálgun mín á kvikmyndinni Munich sem ég skrifaði fyrir margt löngu. Framtíð Jeremía hefur ekki ræst í huga allra.

Grace

I have been contemplating a lot on grace in the last few days, and especially in the context of universal salvation. A part of my thought has been around Bonhoeffer’s notion of cheap grace.

Cheap grace is the preaching of forgiveness without requiring repentance, baptism without church discipline. Communion without confession. Cheap grace is grace without discipleship, grace without the cross, grace without Jesus Christ. Continue reading Grace

Jeremía 26. kafli

Fræðimenn í Gamla testamentisfræðum hafa löngum bent á tengslin milli Jesús og Jeremía í þessum kafla. Þannig sé bein samsvörun á milli 15. versins hér og hins umdeilda texta í Matteus 27.25.

Jeremía segir sannleikann og viðbrögðin eru þau að fjarlægja hann. Ögrunin er einfaldlega of mikil. Það er auðveldara að lifa í blekkingu en að takast á við vandann. Jeremía segir frá Úría spámanni sem var myrtur fyrir varnaðarorðin, en svo er sagt að Jeremía sjálfur hafi notið verndar Ahíkams Safanssonar, annars hefði hann verið framseldur múgnum til lífláts (líkt og Jesús síðar).

 

Jeremía 15. kafli

Hlutskipti Jeremía er ekki eftirsóknarvert:

Vei mér, móðir, að þú fæddir mig,
mann sem á í málaferlum og deilum við alla landsmenn.
Ég hef engum lánað og enginn hefur lánað mér,
samt formæla mér allir.

Hann varar við því sem framundan er, í miðri gleðinni, í partýlátunum stendur Jeremía á mittisskýlunni og varar við að partýið endi í eymd, dauða og samfélagshruni. Hann kvartar undan móttökunum við Guð, hann upplifir sig berjast nær vonlausri baráttu, en treystir á fyrirheitið:

Ég geri þig að rammbyggðum eirvegg
til að verjast þessu fólki.
Þeir munu ráðast á þig en ekki sigra þig
því að ég er með þér,
ég hjálpa þér og frelsa þig, segir Drottinn.
Ég bjarga þér úr höndum vondra manna
og frelsa þig úr greipum ofbeldismanna.

Jeremía 14. kafli

Æ, herra Drottinn! Spámennirnir segja við þá: Þér munuð ekki sjá sverð og ekkert hungur steðjar að því að ég mun veita yður varanlega heill á þessum stað.

Velmegunarguðfræðingarnir fá að heyra það í orðum Jeremía. Við getum ekki talað okkur út úr vandanum. Guð er með okkur í gegnum erfiðleikanna, en lífið felst ekki í því að lifa á bleiku skýi þar sem allt er alltaf gott. Þurrkar koma, ofbeldið er til staðar, sorgin mun knýja á. Sá sem heldur öðru fram lifir í blekkingu og svíkur þá sem hann leiðbeinir. Svarið sem Jeremía boðar er ekki lausn frá eymd, heldur vonin um nýja framtíð.

Darkwood Brew

Á Wild Goose Festival í sumar hlustaði ég tvívegis innlegg frá Darkwood Brew, sem er nokkurs konar netsjónvarpsþáttur um kristna trú, sem blandar saman helgihaldi, guðfræðiumræðum, tónlist, viðtölum við merkisfólk og margt margt fleira. Darkwood Brew er sent út á netinu á sunnudagskvöldum kl. 23:00 að íslenskum tíma.

Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði. Continue reading Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld

Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?

Handrit að kennslu á fræðslusamveru KFUM og KFUK í janúar 2012.

Það er gaman að sjá ykkur hér á fræðslusamveru KFUM og KFUK. Samverurnar eru styrktar af Æskulýðssjóði og markmiðið er að því að fræða ungt fólk og sér í lagi leiðtoga í starfi KFUM og KFUK um lykilhugmyndir kristinnar kirkju. Continue reading Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?

Vandamál skírnarskilningsins

Helgi Hóseason eyddi síðari hluta ævi sinnar í að fá skírn sína afnumda. Afskírnarhugtakið hefur á síðustu árum fundið sér farveg bæði í Bretlandi og Frakklandi og viðbrögð kirkjunnar hafa virst hálf fálmkennd og ómarkviss, enda snertir krafan um afskírn við grundvallarþáttum í Guðsmynd þeirra sem aðhyllast barnaskírn. Continue reading Vandamál skírnarskilningsins

Kynjafordómafærsla

Ein af áherslum kvennaguðfræðinga um og upp úr 1970 var andúðin á auðmýktartali kirkjunnar. Röksemdafærslan var eitthvað á þá leið að hógværðin og auðmýktin væru í raun dyggðir fyrir karla, en konur sem væru aldar upp við að vera annars flokks hefðu ekkert með slíkar dyggðir að gera, enda væri vandi kvenna ekki skortur á auðmýkt og hógværð heldur öllu fremur stöðug auðmýking. Því væri það dyggð kvenna að standa upp og krefjast réttar síns í stað þess að lúta stöðugt í duftið.

Ég féll ekki alveg fyrir þessari nálgun þegar ég var að lesa kvennaguðfræði (sem ég hef reynt ekki gert mjög mikið af). En kannski væri hægt að horfa til William Temple og nálgunar hans á erfðasyndina, þegar við skoðum þessar hugmyndir kvennaguðfræðinga fyrir 40 árum. Þannig skrifaði ég einhvern tímann hjá mér:

Erfðasyndin kemur ólíkt fram hjá konum og körlum. Konur segja “ég get ekki,” karlar segja “ég get.” Í báðum tilfellum er áherslan fyrst og fremst á orðið ÉG.

Mótsstaður Guðs og manneskja

Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).

Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Intriguing Thought about the Cross

One of my absolute favorite “boyish” theologians (isl. strákaguðfræðingur) is Rev. Nick Billardello. It is probably important to point out that in my mind “boyish” theology is a name for a theology that gets straight to the point, is not afraid to sing “Onward Christian Soldiers” when it is appropriate (and sometimes when it is not), and has a Summer Camp, athletic, “jumping from a cliff into the streaming river” feel to it. Being a “boyish” theologian is to understand that God is here among us. We should have fun together and proclaim God’s reign without hesitation. Continue reading Intriguing Thought about the Cross

Framtíð kirkjustarfs

Í október verð ég með nokkur námskeið í Reykjavík um kirkju og kristni undir hatti Vangaveltna um kirkju og kristni. Fyrsta námskeiðið verður um framtíðarsýn í safnaðarstarfi laugardaginn 1. október 2011 kl. 10-17. Á námskeiðinu verður fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er námskeiðsgjald 20.000 krónur. Öll námskeiðsgögn og léttur hádegiverður eru innifalin í gjaldinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið verður haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.

Nánar um námskeiðið

Markmið

Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.

Lýsing

Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.

Söfnuður sem heimahöfn

Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag.  Continue reading Söfnuður sem heimahöfn

Bréf Páls

Lestur Biblíunnar kallar á margskonar vangaveltur eins og ég hef nefnt áður hér á vefnum. Að mörgu leiti eru bréf Páls einföldustu og aðgengilegustu textarnir í ritsafninu. Hér er um að ræða sendibréf frá einstaklingi til einstaklinga eða hópa. Í mörgum tilfellum kemur nafn sendanda og nafn viðtakenda fyrir í bréfinu. Í bréfunum er jafnframt í einhverjum tilfellum tiltekin ástæðan fyrir skrifum viðkomandi bréfs. Tímasetning flestra skrifanna liggur einnig fyrir +/- 10 ár.
Continue reading Bréf Páls

Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

Ég sá athugasemd á Facebook áðan sem endurspeglaði gífurlegan guðfræðilegan misskilning á stöðu og hlutverki vígðra þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi. Um leið áttaði ég mig á að misskilningurinn sem kom fram í athugasemdinni byggðist fyrst og fremst á því hvernig hlutverk vígðra þjóna birtist í samfélaginu, en ekki á guðfræðilegum forsendum og hugmyndafræðilegu hlutverki. Continue reading Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

1. Mósebók 32. kafli

Enn á ný sjáum við hvernig ákveðin svæði/staðir/brunnar fá nafn og eru með beinum hætti tengdir við sögu Hebrea. Þannig hefur 1. Mósebók í einhverjum skilningi gildi sem kröfugerð á þá brunna og það land sem afkomendur Abrahams grafa eða ná á sitt vald þegar þeir koma sér fyrir í fyrirheitna landinu. Continue reading 1. Mósebók 32. kafli

1. Mósebók 6. kafli

Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli