Myers-Briggs Revisited in Hell

When I was studying at Trinity Lutheran Seminary, the students were expected to take Myers-Briggs type indicator as an assessment tool in Person in Ministry class. I like to analyze and put things in the right boxes, probably more then most. At the same time I have learned by experience that such practices are quite limiting and not always as useful as I would wish. Continue reading Myers-Briggs Revisited in Hell

4. Mósebók 6. kafli

Það er ekki óvenjulegt að einstaklingar kjósi að draga sig út úr daglegri rútínu um lengri eða skemmri tíma, hvort sem er til íhugunar eða ævintýra. Hér í 4. Mósebók eru skilgreindar reglur fyrir einstaklinga sem kjósa að draga sig til hliðar, svokallaðir nasírear. Einhver gæti jafnvel freistast til að tengja nasíreahugtakið við borgina Nasaret, og sjá fyrir sér Jesú sem nasírea.  Continue reading 4. Mósebók 6. kafli

Jeremía 13. kafli

Sjálfhverfan, sjálfsánægjan og hrokinn leiðir til hrunsins. Samúð Guðs, vorkunn og miskunn geta ekki varnað afleiðingum sjálfhverfunnar. Guð grætur yfir sköpun sinni, fólkinu sínu sem hann hefur kallað til þjónustu. „Ég á ‘etta. Ég má ‘etta,“ var haft eftir íslenska útrásarvíkingnum, það er viðhorfið sem Jeremía mætir hér.

Góðar gjafir, vín og hamingja er sköpunarverk sjálftökufólksins, eða svo halda þau. Sorginni, svikunum og spillingunni er haldið í felum en Guð heyrir lygarnar og varar við afleiðingunum í gegnum spámann sinn Jeremía.

Mikilvæg yfirlýsing frá mér – hvar sem ég fer

Á þessum stað gerum við mistök, stundum alvöru mistök. Við leitumst við að biðjast fyrirgefningar þegar okkur verður á. Við höfum stundum hátt, segjum hluti sem við sjáum eftir og treystum á náð og velvild hvors annars.

Fyrst og fremst leitumst við eftir að muna að við erum ekki fullkomin heldur elskuð af góðum Guði.

Vefsabbatical

Nú er enn einu sinni komið að hinu mjög svo óreglulega vef-sabbatical. Að þessu sinni er slíkt frí nokkuð flóknara en venjulega, enda notast ég við Facebook í vinnunni og vinn að lokahönnun á nýrri vefsíðu KFUM og KFUK sem er væntanleg í loftið innan nokkurra daga. Þess utan er fjölskyldan í annarri heimsálfu og ég notast við Skype og gChat í samskiptum þangað á hverjum degi.  Continue reading Vefsabbatical

Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Fyrir mörgum árum fór ég í hjónavígsluathöfn hjá vinafólki þar sem Tómas Sveinsson annaðist athöfnina. Í ræðu sinni til parsins talaði hann um hjónavígsluathöfnina í tengslum við umbreytingarfrásögnina á fjallinu. Í athöfninni stæðu þau á fjallstindinum og allt væri frábært. Hins vegar stæði okkur ekki til boða að vera þar alltaf, það væri ekki valmöguleiki að setja upp tjaldbúð í blissinu. Við þyrftum að stíga niður af fjallinu og takast á við hið daglega. Continue reading Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

INTJ

Í náminu mínu í BNA var unnið þónokkuð með persónuleikatýpukenningar. Áhersla var lögð á að slíkar kenningar eru ekki óbrigðular eða endanlegar, heldur geta þeir verið hjálplegar til sjálfskoðunar og ígrundunar. Þegar ég hóf námið var Myers-Briggs málið og allir samnemendur mínir voru flokkaðir í eina af sextán persónuleikatýpum. Continue reading INTJ

Mótsstaður Guðs og manneskja

Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).

Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja

Galatabréfið 6. kafli

Við eigum að leitast við að leiðrétta hvort annað. Við eigum að stunda sjálfskoðun, koma fram af hógværð og gera gott. Það stingur reyndar í augun þegar Páll segir “einkum trúsystkinum okkar.” Þó má benda á að hann notar “einkum,” ekki “einungis” eða “bara”. Það er samt spurning hversu mikil huggun það er.
Continue reading Galatabréfið 6. kafli

Hefur þú tíma?

Þessir þankar voru skrifaðir fyrir KSS fund í desember 1998 og hafa verið lagfærðir með tilliti til málfars og aukins þroska og endurskrifaðir að hluta.

“Það sem mest er um vert í lífinu,” sagði maðurinn, “er að komast áfram, að verða eitthvað, að eiga eitthvað. Sá sem kemst vel áfram, sá sem verður eitthvað meira og eignast meira en aðrir fær allt annað eins og af sjálfu sér, vináttu, ást, heiður og svo framvegis. Þú álítur að þér þyki vænt um vini þína? Við skulum athuga það svolítið nánar.” Grámennið blés nokkrum núllum út í loftið. Mómó dró bera fótleggina inn undir pilsið sitt og reyndi af fremsta megni að skríða inn í stóra jakkann sinn.
Continue reading Hefur þú tíma?

Frelsi fyrir aðra

Hugleiðing á æskulýðsdaginn 1999, flutt í Háteigskirkju. Lítillega lagfærð með tilliti til málfars og þroska.

Narcissus var eitt af goðum grísku goðafræðinnar og fallegasta vera sem nokkurn tímann hafði lifað. Goðið Echo varð ástfangið af Narcissusi og og gerði allt til að vinna ástir hans. Echo var hins vegar svo ólánsöm að á hana höfðu verið lögð álög. Það eina sem hún gat sagt var bergmál þess sem hún heyrði. Þegar Echo ætlaði að tjá Narcissusi ást sína, var það eina sem hún gat gert að endurtaka orð Narcissusar. Narcissus datt ekki í hug að eitthvað væri að hjá Echo, hélt að hún væri að gera att í sér með því að endurtaka allt sem hann sagði og gekk í burtu. Continue reading Frelsi fyrir aðra