Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Fyrir mörgum árum fór ég í hjónavígsluathöfn hjá vinafólki þar sem Tómas Sveinsson annaðist athöfnina. Í ræðu sinni til parsins talaði hann um hjónavígsluathöfnina í tengslum við umbreytingarfrásögnina á fjallinu. Í athöfninni stæðu þau á fjallstindinum og allt væri frábært. Hins vegar stæði okkur ekki til boða að vera þar alltaf, það væri ekki valmöguleiki að setja upp tjaldbúð í blissinu. Við þyrftum að stíga niður af fjallinu og takast á við hið daglega.

Frásögnin af Pétri, Jesús, Móses og Elí á fjallinu skýtur upp kollinum hjá mér reglulega. Ég hugsa um hana þegar ég heyri eftirsjána eftir 2007, ég velti fyrir mér hvort neysluviðmið ríkisstjórnarinnar á sínum tíma væru tilraun til tjaldbúðargerðar á fjallstindi og ég hugsaði um sjálfhverfu Tómasar í ljósi sjálfhverfu íslensku þjóðarinnar þegar það er talið eðlilegt viðmið að fjögurra manna fjölskylda á Íslandi eyði þrefaldri meðalinnkomu 80% mannkyns í frístundir á mánuði.

Þannig er geggjað að velta fyrir sér neysluviðmiðunartölunum í ljósi þessarar síðu hér: http://www.globalissues.org/article/26/poverty-facts-and-stats

Neysluviðmiðin eru um margt tjaldborgin sem Jesús sagði Pétri að byggja sér ekki. Í viðmiðunum er ekki gert ráð fyrir öðrum. Þau gera ekki ráð fyrir neinu líknarstarfi eða stuðningi við aðra. Ekkert rými fyrir gjafir utan heimilis. Neysluviðmiðin endurspegla sjálfhverfuna eina á kostnað heimsins.