The National Church in Iceland

Little over a month ago I was asked to write a short overview of the National Church in Iceland and the theological landscape in “a historical light”. Well, this is it.

The National Church in Iceland, or The Evangelical Lutheran Church in Iceland, was a State Church until (at least) 1997. Today it can be argued that it still shows strong signs of a state run religious entity. Salaries for priests are paid by the government as a part of an agreement between the church and state, which involves a complicated land swap deal from 1907. According to a recent supreme court ruling in Iceland, priest are considered government workers with all rights and obligations of such employees. Continue reading The National Church in Iceland

Kristilega skólahreyfingin

Í dag var mér bent á auglýsingu frá Kristilegu skólahreyfingunni þar sem leitað er eftir einstaklingi með djákna- eða guðfræðimenntun til starfa sem starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar, KSH, í 50% starf. Þegar ég fékk vígslu sem djákni fyrir 17 árum þá var þetta draumaframtíðarstarfið mitt.  Continue reading Kristilega skólahreyfingin

Kristin þjóð og önnur trúarbrögð

Hér fyrir neðan er fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2014. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið. Af þeim sökum hef ég lagað það örlítið, m.a. með tilliti til umræðu sem myndaðist að erindi loknu.

Ef við slítum í sundur siðinn, slítum við og í sundur friðinn.

Úrskurður Þorgeirs ljósvetningagoða fyrir 1015 árum hefur mótað íslenskan samfélagsskilning alla tíð síðan, jafnvel eftir að trúfrelsisákvæði kom með skýrum hætti með stjórnarskránni 1874 að tilstuðlan konungsins í Kaupmannahöfn.

Continue reading Kristin þjóð og önnur trúarbrögð

Nokkrar greinar um ráðningarferli

Síðustu vikur hef ég verið að skoða nokkra fleti á ráðningarmálum presta í íslensku þjóðkirkjunni og datt í hug að taka saman vísanir á þá hér.

Ofurtrú á vinstri sinnuðum aðgerðasinnum

Þegar ég sá frétt í Morgunblaðinu um að ráðherrar ætluðu að þiggja boð um að fara í laxveiði til að bæta ímynd laxveiða, hélt ég að um væri að ræða úthugsað plott vinstri sinnaðra aðgerðasinna til að gera grín að forsætis- og fjármálaráðherra. Continue reading Ofurtrú á vinstri sinnuðum aðgerðasinnum

Að höndla verkefnið

Dóttir mín bauðst fyrir nokkrum vikum til að aðstoða við ljósastýringar á „Fiðlaranum á þakinu“ sem unglingaleikhús í St. Paul’s Episcopal Church er að setja upp. Boði hennar var tekið fagnandi en þegar hún mætti á staðinn fékk hún munnlegan lista yfir ljósabúnaðinn sem til var og spurð hvernig hún vildi vinna verkið. Continue reading Að höndla verkefnið

James Darmody kláraði heldur ekki sína gráðu

Við höfum verið að horfa á Boardwalk Empire hér á heimilinu síðustu vikur og erum núna að nálgast lok annarrar þáttaraðar. Í henni gegnir James Darmody eða „Jimmy“ mikilvægu hlutverki og hefur þegar nú er komið sögu í áhorfi okkar náð öllum völdum í Atlantic City. Hans tími er kominn.

Continue reading James Darmody kláraði heldur ekki sína gráðu

Being in a Place of Privilege

After I finished my STM thesis I have from time to time considered whether or not I should attempt to take a PhD in Theology from University of Iceland. For a while I have been looking into Christian Churches in places of privilege and the complicated tension between Christian theology and violence.  Continue reading Being in a Place of Privilege

Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling

Ég var af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér lestri drengja og meintum hrakandi lesskilningi þeirra. Ef við gefum okkur að niðurstöður kannanna séu réttar og samanburður við eldri kannanir marktækur og lesskilningur fari versnandi, sér í lagi hjá drengjum, þá kallar það auðvitað á margskonar spurningar og vangaveltur. Tölvur og tölvuleikir eru nefndir til sögunnar, sem er hálfkómískt, enda kallar tölvuleikjaspil á lesskilning og áliktunarhæfni. Aukning nemenda í hverjum bekk með greiningar sem gerir kennurum erfitt fyrir hef ég heyrt nefnt, en fákunnandi ég hefði talið að aukning greininga yki ekki vandann heldur einfaldlega skilgreindi hann.

Continue reading Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling

Trúvending – Yfir á beinu brautina

Rannsókn Kristjáns Þórs Sigurðssonar á Íslendingum sem hafa tekið islam inniheldur áhugaverða umfjöllun um mótun trúarafstöðu.

Þegar einstaklingar trúvenda til íslam er það oftast á tvenna vegu. Í fyrsta lagi á andlegum, tilfinningalegum forsendum þar sem guðleg nálgun og trúarlegar tilfinningar eru mikilvægustu viðmiðin og svo þar sem nálgunin er rökræn, vitsmunaleg og jafnvel vísindaleg og þar sem reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). Það má miða þessar tvær nálganir við tvær stefnur innan íslam, sem eru sufi (siðferðilegt íslam – ,,með hjartanu”) og salafi (hreintrúarstefna – bókstafleg) og er algengt að trúvendingar sveiflist í byrjun á milli þessara póla.  Continue reading Trúvending – Yfir á beinu brautina

Ójöfnuður skapar verri samfélög (smápóstur um pólítík)

Rannsókn Paul Piff við UC Berkeley, bendir til þess að ríkt fólk komi verr fram og sýni ábyrgðarlausari hegðun gagnvart náunga sínum en þeir sem hafa minna á milli handanna. Hvort að sjálfhverfan fylgi ríkidæminu eða ríkidæmið byggi á sjálfhverfu er kannski ekki alveg ljóst. Continue reading Ójöfnuður skapar verri samfélög (smápóstur um pólítík)

Velferðarkerfi er grundvallandi í uppbyggingu samfélags (smápóstur um pólítík)

Umræðan um að minnka stuðning við þá sem verr standa á Íslandi rýmar að sumu leiti við viðleitni stjórnmálamanna í BNA á síðustu árum. Rannsóknir hér í BNA sýna hins vegar að betra bótakerfi hjálpar fólki að öðlast sjálfstæði, byggir það upp og eykur möguleika þess að bæta stöðu sína. Continue reading Velferðarkerfi er grundvallandi í uppbyggingu samfélags (smápóstur um pólítík)

„Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“

Þegar ég kom til starfa hjá KFUM og KFUK á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum tók Ragnar Gunnarsson viðtal við mig fyrir Bjarma – tímarit um kristna trú. Ég rakst á viðtalið við tiltekt í skjölunum mínum í tölvunni og datt í hug að birta það hér. Þrátt fyrir að ég hafi staldrað styttra við hjá KFUM og KFUK en planið var í upphafi, þá er innihald viðtalsins jafn mikilvægt og fyrr. Continue reading „Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“

Fræðslumál í Kirkjuskipan Kristjáns III – þankar

Það er áhugavert þegar kirkjuskipanin er skoðuð hvernig hagsmunir ríkjandi valdakerfis á Íslandi, komu í veg fyrir að Danakonungur gæti byggt upp menntakerfi í landinu á 16. öld. Þannig má ætla að ríkjandi valdastéttir á Íslandi á 16. öld hafi seinkað uppbyggingu samfélagsins á Íslandi e.t.v. um nokkrar aldir í tilraun sinni til að viðhalda ríkjandi ástandi. Continue reading Fræðslumál í Kirkjuskipan Kristjáns III – þankar

Daníelsbók 1. kafli

Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.

Continue reading Daníelsbók 1. kafli

Framsókn

Þetta fólk vinnur með hag framtíðarinnar fyrir augum og er í fremstu röð þeirra landsmanna, sem eru að skapa íslendingasögu tuttugustu aldarinnar.
Síðan íslendingar hurfu frá landbúnaði og dreifbýli að stórum meirihluta og tóku sér bólfestu í þéttbýli, hafa þeir fundið sér nýja guði í dægurlagasöngvurum, kvikmyndaleikurum og íþróttafólki og dægurdvöl í sorpritum, kvikmyndahúsum og fleiri ónáttúrlegum hlutum. Hinum nýju hálfguðum er þröngvað upp á þjóðina með allri hugsanlegri nútímatækni. En löngu eftir að þeir eru allir og gleymdir vitna störf manna eins og Ketils á Finnastöðum um karlmennsku og framsýni, og þá verða menn þakklátir öllum þeim, sem gengu í lið með vorinu og gróandanum og gerðu landið betra en það áður var.

(http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2653752)

Viðhorf forréttindastétta

Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.

Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða.  Continue reading Viðhorf forréttindastétta

Almennu kristilegu mótin

Fyrir nærri 20 árum tók ég saman texta um Almennu kristilegu mótin sem haldin voru í Hraungerði, á Akranesi, á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðar í Vatnaskógi.

Árið 1938 var haldið fyrsta almenna kristilega mótið, í Hraungerði í Flóa. Almennu mótin eins og þau voru kölluð urðu að árlegum viðburði í íslensku kristnilífi fram undir lok síðustu aldar og voru lengst af haldin í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Continue reading Almennu kristilegu mótin