Smáþankar um starfsfólk og kynjaskiptar sumarbúðir

Eitt af því sem hefur um áratugaskeið verið eitt helsta einkenni Vatnaskógar sem uppeldismiðstöðvar er að því sem næst allir starfsmenn sem koma með beinum hætti að uppeldi drengjanna á staðnum eru karlkyns. Það tækifæri sem ungir menn hafa í Vatnaskógi til að vinna sem uppalendur er ómetanlegt ekki aðeins fyrir einstaklingana sem hafa sinnt þessum störfum heldur ekki síður samfélagið í heild. Continue reading Smáþankar um starfsfólk og kynjaskiptar sumarbúðir

Kristilega skólahreyfingin

Í dag var mér bent á auglýsingu frá Kristilegu skólahreyfingunni þar sem leitað er eftir einstaklingi með djákna- eða guðfræðimenntun til starfa sem starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar, KSH, í 50% starf. Þegar ég fékk vígslu sem djákni fyrir 17 árum þá var þetta draumaframtíðarstarfið mitt.  Continue reading Kristilega skólahreyfingin

4. Mósebók 10. kafli

Fyrir rúmum 20 árum var ég starfsmaður á almennu kristilegu móti í Vatnaskógi. Á þeim tíma vann sumarstarfsfólk í Vatnaskógi fjórar vikur í röð í júní og sá síðan um ýmis praktísk mál helgina sem almenna mótið var haldið áður en farið var í viku frí. Oftar en ekki vorum við dauðþreytt eftir 28 daga úthald þegar almennu mótin hófust, sem á stundum leiddi til mistaka og árekstra.  Continue reading 4. Mósebók 10. kafli

Framtíðarsýn í starfsmannamálum

Það eru spennandi tímar framundan í starfsmannamálum í kristilega geiranum á Íslandi. Það hefur verið bent á að fleiri prestsembætti hafa verið eða verða auglýst á árinu 2014 en dæmi eru um áður. Þá hafa nokkrir söfnuðir auglýst eftir djáknum (það voru reyndar fleiri djáknaauglýsingar s.l. sumar) og síðan finnst mér vert að nefna framkvæmdastjórastöðu KFUM og KFUK (þó vissulega sé KFUM og KFUK æskulýðshreyfing). Continue reading Framtíðarsýn í starfsmannamálum

Ævintýri í Vatnaskógi

Upphaflega birt í Morgunblaðinu föstudaginn 2. maí 2014.

Ljósmóðirin spurði okkur hvort að læknanemi í starfsnámi mætti vera viðstaddur fæðingu sonar okkar. Okkur fannst það sjálfsagt og ljósmóðirin gekk fram á ganginn til að bjóða læknanemanum inn. Þegar hann gekk inn á stofuna kynnti hann sig og við kynntum okkur. Hann leit á mig og spurði: „Varst þú ekki foringi í Vatnaskógi þegar ég var strákur?“

Continue reading Ævintýri í Vatnaskógi

Is Democracy a Christian Virtue?

Three years ago I was asked to write a curriculum for YMCA/YWCA in Iceland based on a list of virtues chosen by The People’s Meeting (isl. Þjóðfundurinn), a initiative created to find and reaffirm the real values of the Icelandic population in the aftermath of the financial collapse in Iceland. Continue reading Is Democracy a Christian Virtue?

„Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“

Þegar ég kom til starfa hjá KFUM og KFUK á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum tók Ragnar Gunnarsson viðtal við mig fyrir Bjarma – tímarit um kristna trú. Ég rakst á viðtalið við tiltekt í skjölunum mínum í tölvunni og datt í hug að birta það hér. Þrátt fyrir að ég hafi staldrað styttra við hjá KFUM og KFUK en planið var í upphafi, þá er innihald viðtalsins jafn mikilvægt og fyrr. Continue reading „Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“

Jesaja 12. kafli

Ríki Guðs mun koma. Jesaja er þess fullviss.

Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins.

Það er skemmtilega sjálfhverft að í lýsingunni á Guðsríkinu í þessum kafla, sé ég Vatnaskóg. Lind hjálpræðisins er í mínum huga bókstaflega í Lindarrjóðri. Þegar ég geng yfir brúna að kapellunni þá er ég í ríki Guðs. Continue reading Jesaja 12. kafli

Almennu kristilegu mótin

Fyrir nærri 20 árum tók ég saman texta um Almennu kristilegu mótin sem haldin voru í Hraungerði, á Akranesi, á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðar í Vatnaskógi.

Árið 1938 var haldið fyrsta almenna kristilega mótið, í Hraungerði í Flóa. Almennu mótin eins og þau voru kölluð urðu að árlegum viðburði í íslensku kristnilífi fram undir lok síðustu aldar og voru lengst af haldin í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Continue reading Almennu kristilegu mótin

Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi

– Ræða á samkomu KFUM og KFUK í Reykjavík sunnudaginn 11. nóvember 2012 kl. 20:00.

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“ (Mt 9.35-38)

Það kom símtal í vinnuna mína á föstudaginn. Það koma reyndar mörg símtöl í vinnuna mína á hverjum degi, en þetta símtal var svolítið áhugavert. Í símanum var óánægður einstaklingur, fannst eins og KFUM og KFUK hefði brugðist og sinnti ekki hlutverki sínu nægilega vel. Continue reading Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi

Að sigra eða skilja

Ég skrifa stundum hjá mér smápælingar sem ég hyggst síðan gera meira með seinna. Oftar en ekki liggur minnismiðinn á einhverju af smáforritunum, s.s. Evernote eða Wunderlist, þangað til ég kemst að því að þetta sé ekki merkileg pæling og hendi henni, nú eða þá að ég formi pælinguna í bloggfærslu sem ég get þá nálgast síðar.

Þannig sat ég á fyrirlestri á menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir rétt um ári síðan þar sem gestaprófessor talaði um muninn á mjúkri og harðri útiveru. Ég velti fyrir mér í því samhengi hvers konar útivera væri til staðar t.d. í sumarbúðastarfi KFUM og KFUK, hvort það væri einhvers konar þróun í gangi, en prófessorinn gaf til kynna að í sínu umhverfi væri kallað eftir meiri áherslu á mjúka útiveru. Continue reading Að sigra eða skilja

U-ið

Ég vinn fyrir æskulýðshreyfingu, sem er viðeigandi enda á ég ennþá nokkra mánuði í fertugt. Á vettvangi vinnunnar minnar glími ég oft við hvað það merkir að vera hluti af KFUM og KFUK hreyfingunni, hvað skammstöfunin merki í raun.

Nálgun mín gagnvart U-inu er að það gefi skilaboð um að við séum enn að þroskast, við séum að læra og við gerum mistök. Ég hef þannig væntingar gagnvart umhverfinu sem ég vinn í að það sé vettvangur fyrir nýsköpun, tilraunir og klúður. Það er nefnilega trú mín að bara þannig lærum við og þroskumst, færumst nær því að verða fulllorðin, sem þó vonandi gerist aldrei. Continue reading U-ið

Það vantar eldri leiðtoga og samkeppni um börnin er mikil

Trúfastir drengir mæta allt af stundvíslega og láta ekkert hindra sig, sem þeir geta ráðið við. Jafnvel skautasvell á tjörninni lokkar ekki hina trúföstu frá að koma. Marga drengi langar auðvitað í „Bio”, en þegar sýningar eru kl. 5 dettur þeim ekki í hug að fara. Því þeir vilja ekki missa af fundinum. Á Y-D-fundum eru allt af um 200 drengir og opt upp í 300. Fundurinn er úti venjulega kl. 5 1/4 – Allir ganga út reglubundið, hver sveit fyrir sig. Aðaldeildarmenn gætu við og við heimsótt Y-D. Þeir mundu hafa gleði af þvi sjálfir og drengirnir gleðjast af góðri heimsókn. (Mánaðarblað KFUM 1. árg. 12. tbl., desember 1926)

Sumt breytist víst seint.

Samræming á orði og verki

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég skoðað ítarlega margvíslega þætti Facebook-notkunar sér í lagi hjá börnum og unglingum. Einn vinkillinn sem ég hef velt fyrir mér er samskipti og samspil leiðtoga í félagsstarfi og þátttakenda í starfinu. Þetta er sér í lagi áhugavert hvað mig varðar persónulega þegar um er að ræða aðstoðarleiðtoga eða ungleiðtoga á aldrinum 15-18 ára, sem hafa margvíslegar skyldur og einhverja ábyrgð en eru um leið börn skv. lögum. Continue reading Samræming á orði og verki

Social Media and Teenagers

The content of this post appeared in Icelandic undir the title “Facebook notkun unglinga” in March 2012 and focused solely on Facebook. It is now rewritten in (a broken) English with broader focus, looking at social media sites in general.

The Ministry of Education, Science and Culture through “Æskulýðssjóður” has given YMCA/YWCA in Iceland a small grant to create curriculum for youth directors, parents and children about Social Media use. The original post in Iceland is being used as an introduction to that curriculum. Continue reading Social Media and Teenagers

Hvað mér líkar (á Facebook)

Ég var að fikta í Facebook-inu mínu í dag, m.a. að skoða hvaða síður og hópa ég hef „Like“-að og skoða hvort ekki væri rétt að skipuleggja síður og hópa. Mér mistókst að finna út hvort hægt væri að útvíkka flokkunarkerfið umfram íþróttir, tónlist, bækur og bíó, en staldraði samt við hópinn annað, enda sýndist mér einhæfnin þar ríkjandi. Continue reading Hvað mér líkar (á Facebook)