Social Media and Teenagers

The content of this post appeared in Icelandic undir the title “Facebook notkun unglinga” in March 2012 and focused solely on Facebook. It is now rewritten in (a broken) English with broader focus, looking at social media sites in general.

The Ministry of Education, Science and Culture through “Æskulýðssjóður” has given YMCA/YWCA in Iceland a small grant to create curriculum for youth directors, parents and children about Social Media use. The original post in Iceland is being used as an introduction to that curriculum. Continue reading Social Media and Teenagers

Trúin á Guð, unglingar og þroski

Innlegg fyrir foreldra fermingarbarna á fræðslukvöldi, líklega í Grensáskirkju, fyrir 10 árum. Lítillega lagað með tilliti til augljósra villna. Þegar talað er um Guðstrú, trú og trúarvissu, er að alltaf átt við kristna trú eins og hún er boðuð í þjóðkirkjunni.

„Hver er ég?“ og „Til hvers er ég?“ eru grundvallarspurningar unglingsáranna. Sem unglingar uppgötvum við að foreldrar okkar eru ekki fullkomin. Heimurinn er ekki eins einfaldur og við héldum sem börn. Continue reading Trúin á Guð, unglingar og þroski

Vandamál skírnarskilningsins

Helgi Hóseason eyddi síðari hluta ævi sinnar í að fá skírn sína afnumda. Afskírnarhugtakið hefur á síðustu árum fundið sér farveg bæði í Bretlandi og Frakklandi og viðbrögð kirkjunnar hafa virst hálf fálmkennd og ómarkviss, enda snertir krafan um afskírn við grundvallarþáttum í Guðsmynd þeirra sem aðhyllast barnaskírn. Continue reading Vandamál skírnarskilningsins

Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

Samþykkt dagsins

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.

En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

1. Mósebók 49. kafli

Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða. Continue reading 1. Mósebók 49. kafli

1. Mósebók 47. kafli

Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli

Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

Ég sá athugasemd á Facebook áðan sem endurspeglaði gífurlegan guðfræðilegan misskilning á stöðu og hlutverki vígðra þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi. Um leið áttaði ég mig á að misskilningurinn sem kom fram í athugasemdinni byggðist fyrst og fremst á því hvernig hlutverk vígðra þjóna birtist í samfélaginu, en ekki á guðfræðilegum forsendum og hugmyndafræðilegu hlutverki. Continue reading Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli

1. Mósebók 37. kafli

Það einkennir “hetjur” Gamla testamentisins, a.m.k. hetjur fyrstu Mósebókar að þær eru ekki beinlínis skemmtilegir karakterar. Þannig er sjálfhverfa Jósefs eins og henni er lýst í fyrri hluta þessa kafla fremur óþolandi. Enda finnst jafnvel föður hans nóg um. Það er jafnvel nefnt að hann hafi baktalað þá bræður sína sem hann hékk þó mest með. Continue reading 1. Mósebók 37. kafli

1. Mósebók 31. kafli

Þegar Laban uppgötvar að Jakob hefur svikið hann sér Jakob sig tilneyddan til að koma sér á burt. Hann segir konum sínum að það sé í raun Laban sem hafi svikið sig og það hvernig Jakob hafi hagnast sé í raun vilji Guðs, jafnvel þó að í fyrri kafla sé það tekið skýrt fram að Jakob hafi beytt klækjum og hugsanlega blekkingum til að ná eignum af Laban. Hann útskýrir snilli sína með því að Guð hafi birst honum í draumum og nú sé komið að því að Guð vilji að þau flýi. Continue reading 1. Mósebók 31. kafli

1. Mósebók 28. kafli

Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46). Continue reading 1. Mósebók 28. kafli

1. Mósebók 27. kafli

Persónur Gamla testamentisins minna um sumt á norræn goð eða gríska guði. Það er stundum sagt að fólk hafi ánægju af sápuóperum um ríka fólkið, nú eða slúðurfréttum um þeim frægu, fyrst og fremst vegna þarfarinnar fyrir að við séum öll í sama bát. Þegar Victoria Beckham segir strákunum sínum að “steinhalda kjafti og fylgjast með á fótboltavellinum,” þá vitum við að hún er mannleg eins og við. Continue reading 1. Mósebók 27. kafli

1. Mósebók 25. kafli

Gamli karlinn er ekki dauður úr öllum æðum og tekur sér nýja konu eftir að Ísak gengur að eiga Rebekku. Hann eignast nokkurn slatta af drengjum með nýju konunni en svo virðist sem að þeir hafi verið að mestu réttlausir. Það er áhugavert að nýja konan er nefnd á nafn en síðan tekið fram að Abraham hafi einnig átt börn með hjákonum sínum. Öllum þessum börnum var haldið frá ættarauðnum sem rann óskiptur til Ísaks. Continue reading 1. Mósebók 25. kafli