1. Mósebók 28. kafli

Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46).

Þar sem Jakob er tilbúin að leggja á sig ferðalag til að finna konu frá ættlandi Abrahams, þá á hann blessun Ísaks. Þetta er allfjarri sögunni um að Jakob hafi stolið blessuninni og flúið til ættlands Abrahams að ráðum móður sinnar, svo Esaú myndi ekki myrða Jakob.

Sagan af draumi Jakobs um himnastigann, þar sem englar gengu upp og niður milli Guðs og manna er enn ein sagan um landréttindi.

Það er áhugavert í þessari frásögn að Jakob virðist ekki þekkja til Jahve fyrr en Guð birtist honum í draumi. Samband þeirra er líka skilyrt, aðeins ef Jahve reynist vera Jakobi til gagns, verður Jahve Guð Jakobs.