1. Mósebók 31. kafli

Þegar Laban uppgötvar að Jakob hefur svikið hann sér Jakob sig tilneyddan til að koma sér á burt. Hann segir konum sínum að það sé í raun Laban sem hafi svikið sig og það hvernig Jakob hafi hagnast sé í raun vilji Guðs, jafnvel þó að í fyrri kafla sé það tekið skýrt fram að Jakob hafi beytt klækjum og hugsanlega blekkingum til að ná eignum af Laban. Hann útskýrir snilli sína með því að Guð hafi birst honum í draumum og nú sé komið að því að Guð vilji að þau flýi.

Það er ekki nóg með að Jakob og konur hans tvær hafi af Laban mikið af fénu, heldur kemur fram að Rakel stelur húsgoðum Labans og hefur af honum guðina hans. Laban eltir og í kjölfar uppgjörs milli þeirra sem endar með því að þeir gera sáttmála, hvor við annan og hvor við sinn Guð. Jakob við Guð Abrahams og Laban við Guð Nahors.