Nýr dagur í Trumplandi

Á mánudögum sit ég heima allan daginn og sinni verkefnum sem hafa ekkert með Bandaríkin að gera. Eftir að ég hef komið börnunum í skóla og konunni í vinnu þá sest ég inn á heimaskrifstofuna og sinni verkefnum fyrir sjálfstæða reksturinn minn. Continue reading Nýr dagur í Trumplandi

How Are You Today?

Á lestarpallinum á leiðinni í vinnuna í gærmorgun var ég spurður, “How are you, today?” Spurningin “How are you?” er einhver sú marklausasta í enskri tungu og eftir 10 ár í Bandaríkjunum hef ég lært að svara “Fine and you?” og ganga síðan framhjá viðkomandi. Continue reading How Are You Today?

The Bird and The Donald

I heard a bird yesterday in the attic. Let me be clear I love birds. I even have a bird feeder outside my living room window. I really care for birds. However, I don’t like them when they enter my attic. My anxiety started to set in. I imagined the bird plotting against me. Planning to leave marks all over my furniture. Continue reading The Bird and The Donald

4. Mósebók 23. kafli

Innihald skilaboða Guðs til Balak í gegnum Bíleam eru skýr. Drottinn hefur lofað að standa með Ísraelsþjóðinni.

Guð er ekki maður sem lýgur,
ekki sonur manns sem skiptir um skoðun.
Boðar hann eitthvað án þess að framkvæma það?
Heitir hann einhverju án þess að efna það?
Ég tók að mér að blessa,
því blessa ég og tek það ekki aftur.

Balak gefst samt ekki upp en setur upp altari á hverjum helgum staðnum á fætur öðrum til að fá Drottinn til að standa með sér.

4. Mósebók 20. kafli

Ísraelsþjóðin ráfa um eyðimörkina, bæði Mirjam og Aron deyja án þess að komast til fyrirheitna landsins, þjóðin kvartar og í kaflanum er sagt frá því að Guð bregðist við væli þeirra með því að gefa þeim vatn úr kletti. Ísraelsþjóðin óskar eftir því að fá að fara í gegnum land Edómíta, en fá ítrekað neitun. Continue reading 4. Mósebók 20. kafli

4. Mósebók 19. kafli

Þessi kafli hefst á uppskrift að syndahreinsunarvatni og að því loknu eru ítarlegar reglur um meðferð líka og vernd gegn smitsjúkdómum. Það er áhugavert hvernig þessar reglur ríma við viðbrögð vesturlandabúa við ebólufaraldrinum, þó vissulega sé einungis um sjö daga einungrun að ræða en ekki tuttugu og einn dag.  Continue reading 4. Mósebók 19. kafli

4. Mósebók 17. kafli

Ísraelsþjóðin lítur ekki svo á að Guð hafi tekið andstæðinga Móse og Arons af lífi. Það hafi verið verk þeirra bræðra, þannig að í fyrstu dregur ekki úr mótmælum. Guð er sagður senda drepsótt í búðirnar og en Aron og Móse bregðast við með friðþægingarhelgihaldi til að róa Guð.  Continue reading 4. Mósebók 17. kafli

4. Mósebók 14. kafli

Breytingastjórnun er tískuhugtak, í kirkjunni í BNA er talað um transformational ministry. Þetta er sérsviðið mitt og áður en ég tók tvær meistaragráður með áherslu á þessi mikilvægu fræðum, hafði ég upplifað að standa frammi fyrir söfnuði sem grét þær breytingar sem framundan voru, líkt og Aron og Móses. Það var kannski grátur kvenfélagskvennanna og hótanir og kvein unglinganna í æskulýðsstarfinu sem kallaði mig í frekara nám. Continue reading 4. Mósebók 14. kafli

Stærðfræði(sumar)búðir

Nú í vikunni hef ég hjálpað til sem sjálfboðaliði í stærðfræði(sumar)búðum. Stærðfræðibúðirnar eru í boði nú þegar þátttakendur eru í vorfríi í skólanum sínum og eru skipulagðar af tveimur söfnuðum og í samvinnu við grunnskóla barnanna sem taka þátt. Markhópurinn fyrir búðirnar eru krakkar í 3. og 5. bekk sem gætu hagnast á viðbótarþjálfun í stærðfræði fyrir samræmd próf í Ohio sem verða haldin núna í kringum mánaðarmótin. Continue reading Stærðfræði(sumar)búðir

Hvað er ófyrirgefanlegt?

Þegar Háskóli Íslands leitaði til Jóns Baldvins Hannibalssonar um um að kenna hluta af námskeiði við skólann, skrifuðu tvær konur bréf. Inntak bréfsins var að þær töldu að einstaklingur sem hafði sannanlega viðhaft kynferðislega tilburði gagnvart barni og hafði skrifað lýsingar á heimsóknum til vændiskvenna þegar hann var í opinberum erindagjörðum í löndunum sem honum var ætlað að kenna um, ætti ekki heima sem kennari við Háskólann. Continue reading Hvað er ófyrirgefanlegt?

Jesaja 57. kafli

Nú er vonin farin veg allrar veraldar. Textinn í köflum 56-66 er oft talinn verk þriðja Jesaja. Ísraelsþjóðin er komin heim til fyrirheitna landsins og vonir annars Jesaja hafa ekki enn ræst. Vissulega er hugmyndin um bænahús fyrir allar þjóðir til staðar í fyrri hluta 56. kaflans, en síðan tekur við bölmóður vegna spillingar trúarleiðtoganna og það heldur áfram hér. Continue reading Jesaja 57. kafli

Illmennska og ógeðisheit

Eitt af einkennum kerfisbundins misréttis er ósýnileikinn. Þegar reynt er að benda á tilvist kerfisbundins misréttis eða ef út í það er farið kerfislægrar kynþáttahyggju, er viðhorf forréttindafólks oft á þá leið að það persónulega séu góðar manneskjur. Við sjáum þetta í umræðum um feminisma, rasisma, fátækt og í trúarlegri umræðu. Og hér er mikilvægt að taka fram að ég er í ríkjandi stöðu þegar kemur að umræðunni um öll þessi mál. Ég er giftur karl, hvítur, vel stæður og kristinn og ég er ekki vondur. Continue reading Illmennska og ógeðisheit

Jesaja 17. kafli

Áherslan hjá Jesaja er ekki fyrst og fremst kallið til iðrunar líkt og hjá Jeremía, heldur sú staðreynd að stórveldi (og smáríki) munu rísa upp, hnigna niður og hverfa. Vissulega spilar inn í þessa hringrás (ef það er rétta orðið) að fólk gleymir Guði, en það er hluti ferilsins. Í uppsveiflunni og á góðæristímanum gleymist Guð, en þegar herðir að þá… Continue reading Jesaja 17. kafli

Jesaja 15. kafli

Þegar við lesum spámenn Gamla testamentisins er ekki alltaf auðvelt að vita og sjá hvort þeir séu í skrifum sínum að vísa til þess sem er, var eða verður. Þannig velti ég fyrir mér hvort hernaðaraðgerðin gegn Móab sem hér er lýst, sé vitnisburður um það sem hefur gerst, vísun til atburða sem eru í gangi eða framtíðarsýn Jesaja. Continue reading Jesaja 15. kafli

Jesaja 6. kafli

Köllunarfrásaga Jesaja er megininntak þessa kafla. Ég hef fjallað um muninn á köllunarfrásögn Jeremía og þeirri sem við sjáum hér m.a. á Fræðslukvöldi um Biblíuna. Megineinkenni þessarar sögu er upphafinn, fjarlægur Guð og formlegt helgihald. Guð sem kallar Jesaja er þannig Guð musterisins. Continue reading Jesaja 6. kafli