4. Mósebók 14. kafli

Breytingastjórnun er tískuhugtak, í kirkjunni í BNA er talað um transformational ministry. Þetta er sérsviðið mitt og áður en ég tók tvær meistaragráður með áherslu á þessi mikilvægu fræðum, hafði ég upplifað að standa frammi fyrir söfnuði sem grét þær breytingar sem framundan voru, líkt og Aron og Móses. Það var kannski grátur kvenfélagskvennanna og hótanir og kvein unglinganna í æskulýðsstarfinu sem kallaði mig í frekara nám.

Það er sagt að allir hati breytingar nema barn með blauta bleyju. Þetta hljómar rosa flott á ensku enda er hugtakið “change” notað jafnt um breytingar og bleyjuskipti. Ég held reyndar að orðtakið sé rangt. Meira að segja börnum leiðist að láta skipta á sér.

Nú mun ég ljósta þá með drepsótt og hrekja þá burt. En þig mun ég gera að mikilli þjóð, öflugri en þessi er.

Ekki einu sinni Guð nennir að glíma við söfnuð sem neitar að breytast. Fyrsta hugmynd Guðs er einfaldlega að byrja upp á nýtt. Finna nýjan hóp fyrir Móse að leiða og eyða þessu þröngsýna og hrædda væluliði.

Móses tekur ekki undir pirring Guðs en kallar eftir fyrirgefningu og nýju upphafi og við lærum að meira að segja Guð getur skipt um skoðun. Guð getur breytt um kúrs, vissulega hefur vælið og gráturinn áhrif. Breytingatregðan kemur niður á fólkinu, en Guð ákveður að gefa þau samt ekki upp á bátinn.

Guð lofar að vera með þeim í sjálfsvorkuninni, en bendir þeim á að hræðslan við breytingar muni leiða til þess að þau muni missa af fyrirheitna landinu og láta lífið í eyðimörkinni.

Einhver hópur ákveður að freista gæfunnar upp á eigin spítur, ekki sem hluti af heildinni heldur í ævintýraleit og er upprættur af þeim sem fyrir búa í fyrirheitna landinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.