Að vinna sjálfstætt

Síðastliðin ár hef ég verið heimavinnandi, en tekið að mér fjölbreytt verkefni, flest tengd kirkju og kristni. Þessi verkefni hafa verið fjölbreytt, að jafnaði spennandi og gefið mér kost á að nýta reynslu mína og þekkingu á margbreytilegan hátt. Continue reading Að vinna sjálfstætt

4. Mósebók 21. kafli

Vælið hélt áfram og þrátt fyrir að einhverjir ættbálkar töpuðu fyrir Ísraelsþjóðinni í eyðimörkinni, þá kvartaði fólkið yfir stöðu sinni. Að þessu sinni var Guð sagður bregðast við með að senda eitraða höggorma inn í tjaldbúðina til að þagga niður í kvartinu. Continue reading 4. Mósebók 21. kafli

4. Mósebók 14. kafli

Breytingastjórnun er tískuhugtak, í kirkjunni í BNA er talað um transformational ministry. Þetta er sérsviðið mitt og áður en ég tók tvær meistaragráður með áherslu á þessi mikilvægu fræðum, hafði ég upplifað að standa frammi fyrir söfnuði sem grét þær breytingar sem framundan voru, líkt og Aron og Móses. Það var kannski grátur kvenfélagskvennanna og hótanir og kvein unglinganna í æskulýðsstarfinu sem kallaði mig í frekara nám. Continue reading 4. Mósebók 14. kafli

Kólussubréfið 1. kafli

Kólussubréfið er oftast nær talið skrifað af Páli meðan hann sat í fangelsi. Þó hafa komið fram hugmyndir um að áhersla bréfsins á Jesú Krist sem frumburð sköpunarinnar og forsendu alls sem er, rými ekki endilega að fullu við guðfræðiáherslur Páls í þeim bréfum sem talin eru án vafa skrifuð af honum. Þannig telja sumir að bréfinu sé ætlað að gagnrýna gnósisma sem náði ekki fótfestu fyrr en á annarri öld og því sé ómögulegt að Páll sé höfundurinn. Hitt er þó vert að nefna að Kólussuborg, varð jarðskjálfta að bráð 61 e.Kr. og alls ekki víst að borgin hafi verið í byggð á annarri öld.

Continue reading Kólussubréfið 1. kafli

Jesaja 41. kafli

Óttast eigi því að ég er með þér,
vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð.
Ég styrki þig, ég hjálpa þér,
ég styð þig með sigrandi hendi minni.

Í minningunni er síðasta línan önnur. „Ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ Stóð í Biblíuþýðingunni sem ég notaði sem unglingur. Í ensku NRSV þýðingunni er það „sigrandi hægri hönd minni“.  Continue reading Jesaja 41. kafli

Markúsarguðspjall 11. kafli

Að koma fram sem sá sem valdið hefur, kýrios er gríska orðið í 3. versinu, er það sem einkennir þessa frásögn. Fyrir nokkrum árum var ég mjög upptekinn af því að valdið er í höndum þess sem tekur sér það. Í umræðum við samnemendur mína í Trinity Lutheran Seminary, sagði ég oft „Claim Your Authority“. Í þessum kafla mætum við Jesú sem hefur valdið, eða öllu fremur tekur sér valdið.  Continue reading Markúsarguðspjall 11. kafli

Barúksbók 1. kafli

I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.

Continue reading Barúksbók 1. kafli

Jeremía 29. kafli

Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.

Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:

Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.

Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.

Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.