4. Mósebók 21. kafli

Vælið hélt áfram og þrátt fyrir að einhverjir ættbálkar töpuðu fyrir Ísraelsþjóðinni í eyðimörkinni, þá kvartaði fólkið yfir stöðu sinni. Að þessu sinni var Guð sagður bregðast við með að senda eitraða höggorma inn í tjaldbúðina til að þagga niður í kvartinu.

Þegar Ísraelsþjóðin áttaði sig á eigin væli, þá leitaði hún til Guðs um lausn. Lausnin felst í að fá þjóðina til að líta upp, horfa til himins.

Gerðu höggorm og settu hann á stöng. Sérhver sem hefur verið bitinn skal horfa til hans og halda lífi.

Jesús er sagður nota þessa sögu í samtali sínu við Nikódemus í 3. kafla Jóhannesarguðspjalls. Mannsonurinn, Jesús sjálfur, líkir sér við höggorminn sem gefur von og líf.

Sagan um höggorminn úr eir, er vendipunktur í lífi Ísraelsþjóðarinnar. Ísraelsþjóðin gerist árásargjarnari en við höfum séð, áður í frásögunni, taka yfir borgir Amoríta, og setjast þar að.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.