4. Mósebók 20. kafli

Ísraelsþjóðin ráfa um eyðimörkina, bæði Mirjam og Aron deyja án þess að komast til fyrirheitna landsins, þjóðin kvartar og í kaflanum er sagt frá því að Guð bregðist við væli þeirra með því að gefa þeim vatn úr kletti. Ísraelsþjóðin óskar eftir því að fá að fara í gegnum land Edómíta, en fá ítrekað neitun.

Í kennsluritum um kvikmyndahandritsgerð, er gert ráð fyrir að í öllum Hollywood myndum rétt áður en atburðarásin snýst með hetjum myndarinnar, þá komi punktur þar sem vonleysið sé algjört. Í þriðju Stjörnustríðsmyndinni gerist það í samskiptum keisarans og Loga geimgengils um borð í Dauðastjörnunni, svo dæmi sé tekið. Þetta „tilfinningamóment“ þegar öll virðist úti, er upptakturinn að lausn í frásagnalist allra tíma. Þannig má segja að niðurlægingin og vonleysið í þessum kafla sé fyrir okkur sem þekkjum sagnahefðir, staðfesting á því að nú sé eitthvað að fara að breytast.

Auðvitað gæti einhver bent á að sumar sagnahefðir séu annars konar, það sé til sorglegur endir, dauðinn eigi stundum síðasta orðið, en við hljótum að gera ráð fyrir því að Biblíusögur eigi sér „upprisumóment“ eins og Hollywood sögur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.