4. Mósebók 22. kafli

Frásagan af Bíleam og talandi asnanum sem reynir að fá Bílaem ofan af því að slást í för með Balak Sippórssyni gegn Ísraelsþjóðinni er áhugaverð, en ekki endilega fyrir það sem bókstafstrúarfólk staldrar við (þ.e. asna sem sendiboða Guðs) heldur vegna þess að Bíleam er í beinum samskiptum við Guð, eitthvað sem við vitum að t.d. Aron átti aldrei í.

Þessi beinu samskipti duga þó ekki til fyrr en Guð talar í gegnum orð og hegðun asnans. Þá hefur reyndar Guð skipt um skoðun og í stað þess að meina Bíleam að slást í lið með Balak, þá sendir Guð Bíleam með skilaboð til Balaks.

En Bíleam sagði við Balak:
„Nú er ég kominn til þín. En hvað get ég sagt? Ég get aðeins sagt það sem Guð leggur mér í munn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.