Að vinna sjálfstætt

Síðastliðin ár hef ég verið heimavinnandi, en tekið að mér fjölbreytt verkefni, flest tengd kirkju og kristni. Þessi verkefni hafa verið fjölbreytt, að jafnaði spennandi og gefið mér kost á að nýta reynslu mína og þekkingu á margbreytilegan hátt. Continue reading Að vinna sjálfstætt

Daníelsbók 2. kafli

Nebúkadnesar hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart loddurum, hvort sem þeir eru særinga-, galdra- eða spásagnafólk. Fyrst þeir hafa svona góða tengingu við hið yfirnáttúrulega eiga þeir ekki aðeins að ráða drauma, heldur ættu að geta sagt frá því hver draumurinn var upphaflega. Aðeins þannig getur Nebúkadnesar dæmt um raunverulega tengingu miðlanna.  Continue reading Daníelsbók 2. kafli

Daníelsbók 1. kafli

Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.

Continue reading Daníelsbók 1. kafli

2. Mósebók 31. kafli

Það er víst ekki nóg að skrifa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Iðnaðarmennirnir sem eru fengnir í verkið, fá það ekki í kjölfar útboðs á öllu evrópuska efnahagssvæðinu, nei, svo sannarlega ekki. Annar þeirra er barnabarn Húr sem kemur fyrir í 24. kaflanum. En það er ekki hægt að halda því að mönnum að ráða ættingja og vini, slíkt væri ekki faglegt. Continue reading 2. Mósebók 31. kafli

2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu.  Continue reading 2. Mósebók 7. kafli

Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Nú mun ég enn á ný fara í tímabundið vef-sabbatical frá 9. desember 2012-10. janúar 2013. Vefnotkun er mikilvægur þáttur í lífi mínu og ekki síst í þeim fjölskylduaðstæðum sem fjölskylda mín býr við nú um stundir. Hins vegar er líka hollt að skipta um sjónarhorn og það hyggst ég gera næstu 32 daga. Continue reading Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Samræming á orði og verki

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég skoðað ítarlega margvíslega þætti Facebook-notkunar sér í lagi hjá börnum og unglingum. Einn vinkillinn sem ég hef velt fyrir mér er samskipti og samspil leiðtoga í félagsstarfi og þátttakenda í starfinu. Þetta er sér í lagi áhugavert hvað mig varðar persónulega þegar um er að ræða aðstoðarleiðtoga eða ungleiðtoga á aldrinum 15-18 ára, sem hafa margvíslegar skyldur og einhverja ábyrgð en eru um leið börn skv. lögum. Continue reading Samræming á orði og verki

Darkwood Brew

Á Wild Goose Festival í sumar hlustaði ég tvívegis innlegg frá Darkwood Brew, sem er nokkurs konar netsjónvarpsþáttur um kristna trú, sem blandar saman helgihaldi, guðfræðiumræðum, tónlist, viðtölum við merkisfólk og margt margt fleira. Darkwood Brew er sent út á netinu á sunnudagskvöldum kl. 23:00 að íslenskum tíma.

Hvað mér líkar (á Facebook)

Ég var að fikta í Facebook-inu mínu í dag, m.a. að skoða hvaða síður og hópa ég hef „Like“-að og skoða hvort ekki væri rétt að skipuleggja síður og hópa. Mér mistókst að finna út hvort hægt væri að útvíkka flokkunarkerfið umfram íþróttir, tónlist, bækur og bíó, en staldraði samt við hópinn annað, enda sýndist mér einhæfnin þar ríkjandi. Continue reading Hvað mér líkar (á Facebook)

Dagbókarbrot frá janúar 2010

H.E.L.P. HAITI (14:00, Jan 11 2010)

Í dag var kannski skrítnast að hlusta á nemendurna hjá HELP, td hann Jean-Wilner. Þeir vilja breyta heiminum og byrja á Haiti. PPT sýningin sýndi það. HELP nemar nýta menntun sína í Haiti en flytja ekki erlendis eftir nám eins og stór hluti háskólanema gerir. Þeir virðast skilja þakklæti. Continue reading Dagbókarbrot frá janúar 2010

Spámenn Gamla testamentisins

Spámenn Gamla testamentisins mynda stóran hluta Biblíunnar sem heildar. Þegar við nálgumst spámennina þá er mikilvægt að hafa í huga að þeir standa fyrir mismunandi hópa, svæði og hugmyndir. Í einhverjum tilfellum má jafnvel hugsa sér að skrif einstakra spámanna eða hópa spámanna séu með beinum hætti að bregðast við og gagnrýna hugmyndir annarra spámanna. Þannig sjá sumir skrif þriðja Jesaja í 56.6-8 sem beina gagnrýni á einangrunarhyggju Esekíels. Continue reading Spámenn Gamla testamentisins