Daníelsbók 2. kafli

Nebúkadnesar hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart loddurum, hvort sem þeir eru særinga-, galdra- eða spásagnafólk. Fyrst þeir hafa svona góða tengingu við hið yfirnáttúrulega eiga þeir ekki aðeins að ráða drauma, heldur ættu að geta sagt frá því hver draumurinn var upphaflega. Aðeins þannig getur Nebúkadnesar dæmt um raunverulega tengingu miðlanna. 

Verkefnið reynist óleysanlegt og konungur krefst þess að allir sem gefa sig út fyrir að geta miðlað, spáð og galdrað séu teknir af lífi. Daníel biður til Guðs himnanna ásamt félögum sínum og fær bænheyrslu. Hann biður vitringum í Babýloníu griða og túlkar draum Nebúkadnesar. Túlkun Daníels leiðir til mikillar velgengni hans og vinanna áðurnefndu.

Túlkun draumsins felur jafnframt í sér „framtíðarsýn“ eða öllu heldur sögutúlkun. Þannig horfir Daníel til ríkja „framtíðarinnar“ og spáir fyrir um fall Babýloníu og komu nýs stórveldis sem endist stutt. Að því loknu verði tími eirríkisins og loks komi fjórða ríkið, sterkt sem járn. Ekki er ósennilegt að járnríkið sé vísun til gríska heimsveldisins, sem ræð ríkjum á hugsanlegum ritunartíma Daníelsbókar.

Í kjölfar erfiðleikanna í járnríkinu, taki síðan ríki Guðs við.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.