Fílemonsbréf

Af einhverjum ástæðum hefur persónulegt bréf Páls til Fílemons fundið leið inn í kanón Biblíunnar. Innihald bréfsins er blátt áfram og einfalt. Þrællinn Onesímus virðist hafa flúið eiganda sinn Fílemon. Á flóttanum hittir Onesímus Pál og tekur í kjölfarið trú á Jesú Krist.

Bréfið sem við höfum er bréf Páls til Fílemon, sent með Onesímusi, þar sem Páll hvetur Fílemon til þess að taka á móti strokuþrælnum eins og Páll sjálfur væri á ferð.

Mér er hann kær bróðir. Hve miklu fremur þó þér bæði sem maður og kristinn. Ef þú því telur mig bróður þinn í trúnni, þá tak þú á móti honum eins og væri það ég sjálfur.

Innihaldið er svo sem ekki mikið meira, hefðbundnar kveðjur og ósk um að Fílemon hafi til reiðu gestaherbergi ef Páll skyldi sjálfur eiga leið hjá síðar.

One thought on “Fílemonsbréf”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.