Daníelsbók 10. kafli

Daníel sér sýn þar sem Mikael (sá sem líkist Guði) lofar aðstoð og hjálp í baráttu við kúgunaröflun. Spurningin sem vaknar við lesturinn er hver Mikael sé eða hafi verið. Hér er mikilvægt að sjá hvernig túlkunarhefðir virka.

Hægt er að skilja sem svo að ritari Daníelsbókar sjái í hyllingum einhvern leiðtoga gyðinga í kringum 167 f.Kr. sem líklegur sé til að brjóta hernámsliðið á bak aftur. Þannig sé þessi torræði texti fyrst og fremst kall til samtímamanna ritarans um að fylkja sér að baki „Mikaels“.

Hægt er að sjá úr sögunni Mikael erkiengill, engil sem er áþekkur manni og er sendiboði og/eða fulltrúi Guðs. Þetta væri líklegast það sem kæmi næst við að vera það sem við köllum bókstafslestur. Bókstafslestur hafnar enda að sjálfsögðu að um sé að ræða pólítískt rit frá 167 f.Kr. en telur að um sé að ræða sögulegan fróðleik frá 600-550 f. Krist.

Þá er hægt að túlka Mikael sem sendiboða Krists (sbr. Jóhannes skírara) eða jafnvel Krist sjálfan í ljósi orðanna í versum 19 til 21. Slík túlkun er hins vegar háð þeirri sýn sem við höfum á Krist og ljóst að slík túlkun er vart ætlun skrifara, þó það geri slíka túlkun ekki ómerkari eða vitlausari fyrir það.

Hann sagði: „Óttastu hvergi, ástmögur, allt mun ganga þér í hag. Vertu hughraustur. Vertu hughraustur.“ Ég styrktist við er hann talaði við mig og sagði: „Talaðu, herra, því að þú hefur veitt mér styrk.“
Þá spurði hann: „Veistu hví ég er kominn til þín? Nú verð ég að snúa aftur til að berjast við Persakonung. Og þegar ég fer mun leiðtogi Grikkja koma.Enginn mun hjálpa mér gegn þeim nema leiðtogi þinn, Míkael. En það sem skráð er í bók sannleikans mun ég tjá þér:

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.