Daníelsbók 11. kafli

Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu. 

Sess hans mun skipa fyrirlitlegur maður án konungstignar. Hann mun koma öllum að óvörum og ná konungsríkinu með lævísi. Hann mun yfirbuga og brjóta á bak aftur herflokka sem flæða yfir, einnig höfðingja sáttmálans. Og hverju sinni, sem menn bindast sáttmálum við hann, mun hann beita brögðum, og völdum mun hann ná með fulltingi fámenns herflokks.

Konungurinn mun fara að geðþótta sínum, hreykja sér, skipa sér ofar öllum guðum og mæla gífuryrði gegn Guði guðanna. Og allt mun snúast honum í hag uns reiðin er á enda en þá mun koma fram það sem fyrr var ákveðið. Hann mun hvorki virða guð forfeðra sinna né þann guð sem er konum kær. Hann mun engan guð virða en hreykja sér yfir allt.

Veldi þessa konungs er þó endanlegt og í því felst von skrifara Daníelsbókar.

[Konungurinn] mun slá upp konungstjaldi sínu milli hafsins og hins fagra heilaga fjalls en þá mun hann mæta örlögum sínum og enginn verður til hjálpar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.