Jesaja 36. kafli

Spurningunni um hvort skrif Jesaja eru fréttaskrif eða spádómar er svarað skýrt í lýsingum þessa kafla, sem segir frá því að fulltrúi Assýríukonungs kemur að borgarmúrum Jerúsalem til að fá Hiskía konung til að láta af völdum.

Þegar fulltrúar Hiskía reyna að fá fulltrúa Assýríukonungs til að tala arameísku en ekki hebresku svo almenningur eigi erfiðara með að skilja viðræðurnar, svarar fulltrúi Assýríukonungs

Heldur þú að húsbóndi minn hafi aðeins sent mig til húsbónda þíns og til þín með þessi skilaboð? Eru þau ekki einmitt til fólksins sem situr þarna á borgarmúrnum og mun ásamt yður neyðast til að leggja sér sinn eigin saur til munns og drekka sitt eigið þvag?

Almenningsálit og hræðsla óbreyttra borgara var og er mikilvægt stríðstól.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.