Vef-sabbatical (Web-sabbatical)

Nú mun ég enn á ný fara í tímabundið vef-sabbatical frá 9. desember 2012-10. janúar 2013. Vefnotkun er mikilvægur þáttur í lífi mínu og ekki síst í þeim fjölskylduaðstæðum sem fjölskylda mín býr við nú um stundir. Hins vegar er líka hollt að skipta um sjónarhorn og það hyggst ég gera næstu 32 daga.

Að þessu sinni mun ég taka verkefnið mun strangari tökum en áður. Vissulega er tölvusnautt umhverfi ekki að fullu mögulegt en ég mun leitast við að takmarka óvinnutengda tölvunotkun við sjónvarpsáhorf og þá einvörðungu með fjölskyldunni.

Ég mun reyndar nota iCal í símanum hjá mér, enda heldur það utan um dagskrá allrar fjölskyldunnar. Ásamt því sem ég nota símann til að fá upplýsingar um flug þegar ég er á ferðinni.

Þá þarf ég að notast við tölvu til vinnutengdra skrifa, sem ég hyggst lágmarka og leitast við að nota minnisbók og penna. Ég mun þó ganga frá útgáfu nýs fræðsluefnis KFUM og KFUK á efnisveitu félagsins þegar það verður tilbúið.

Ég mun sækja tölvupóstinn minn einu sinni á dag á virkum dögum, að jafnaði um kl. 15 að íslenskum tíma eða kl. 10 að morgni í Chapel Hill, nema ef upp koma vinnutengd neyðartilvik. Ég mun nota Skype til að hringja til Íslands. Ef þörf krefur er hægt að ná í mig með sama forriti. Öll símtöl til mín á Skype færast sjálfvirkt í farsímann minn.

Ég mun ekki nota Facebook, Twitter eða aðra félagsmiðla á þessu tímabili, ekki lesa blogg, fréttamiðla og almenna vefi, s.s. rss-veituna mína. Ég mun ekki skrifa og svara ummælum/athugasemdum á vefnum á þessum tíma. Þetta þýðir m.a. að ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, ekki svara vinabeiðnum, ekki skrifa á síður sem ég á eða bæta þar við efni.

Sabbatical-ið hefst kl. 17:00  9. desember 2012 (hádegi að austurstrandartíma) og lýkur kl. 19:00, 10. janúar 2013 að íslenskum tíma (kl. 14:00 á austurströndinni).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.