2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu. 

Þá sagði Drottinn við Móse: „Nú geri ég þig að Guði fyrir faraó og Aron, bróðir þinn, skal verða spámaður þinn.

Um leið er ljóst að Móse mun ekki ná árangri. Það er merkilegt stef víða í Biblíunni, að kraftaverk og undur leiði ekki til trúar. Trúin gerir okkur hins vegar mögulegt að sjá og skynja kraftaverkin og undrin/undrið.

Þetta sjáum við skýrt í samskiptum Móse og Faraó. Það er sama hvort stafur breytist í eiturslöngur, vatnið í Níl breytist í blóð eða froskafaraldur gangi yfir Egyptaland. Þar sem Móse sér verk YHWH, þar sér Faraó einungis fjölkynngi og sjónhverfingar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.