2. Mósebók 6. kafli

Eftir frásögnina af fyrsta fundi bræðranna með Faraó, er ítrekað að verk Móse er viðbrögð við kalli Guðs. Við lesum um viðbrögð Ísraelsmanna við köllun Móse.

Móse sagði Ísraelsmönnum frá þessu en þeir hlustuðu ekki á hann af því að þeir voru kjarklausir og bugaðir af þrældómi.

Textinn gerir grein fyrir hverra manna þessir bræður voru og ítrekar að þeir séu á „Mission from YHWH“.

Þessi endurtekning á köllunarfrásögunni, með „ættartölutvisti“ er góð áminning um að Mósebækurnar (Torah eða fimmbókarritið) eru samantekt á sögunni úr ýmsum áttum og hefðum innan Ísraelsþjóðarinnar. Þannig er þessi texti hér augljóslega hluti af hinni prestlegu hefð í Ísrael, þar sem staða og hlutverk var markerað af spurningunni: „Hverra manna ertu?“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.