Markúsarguðspjall 4. kafli

Jesús er meðvitaður um að orð hans falla ekki alls staðar í góðan farveg. Hann leitast við að nota dæmisögur og líkingamál en meira að segja lærisveinarnir eiga í erfiðleikum með að skilja hvert hann er að fara með orðum sínum.

Hann gefur sér tíma til að útskýra og túlka sögurnar fyrir lærisveinanna, en í þessum kafla er megináherslan á mikilvægi þess að leyfa sér að vaxa og dafna í trausti til Guðs. Ef við erum opin fyrir gjöfum Guðs, samkvæmt dæmisögunum í þessum texta þá munum við vaxa til Guðsríkisins, verða öðrum skjól og uppskera ríkulega.

En Jesús er ekki bara talandinn. Hann getur sagt storminum að halda kjafti og stormurinn hlýðir. Lærisveinarnir sem áður hræddust vindinn, vöktu Jesú og ásökuðu um kæruleysi í hættulegum aðstæðum, óttast nú Jesú. Því að þrátt fyrir að hann stillti vindinn og breytti aðstæðum til hins betra, þá kalla breytingar alltaf á ótta og óöryggi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.