Barúksbók 4. kafli

Eins og ég nefndi áður, þá er spekin í skrifum Barúks, vísun til Torah. Í fjórða kaflanum er skírt hver er gerandinn í sambandi Drottins og Ísraelsþjóðarinnar. Guð gerir, þjóðin þiggur. Hvort sem um er að ræða gott eða illt.

Þessi nánd Drottins við fólkið sitt í texta Barúk, sýnir með skýrum hætti að spekin í huga Barúks er ekki samskonar og spekin sem við lesum um í Orðskviðunum, í Jobsbók eða Prédikaranum. Sú allt að því húmaníska nálgun sem við sjáum í spekiritunum þremur er mjög fjarri Barúk. Jón Ásgeir Sigurvinsson bendir á í áhugaverðu svari á trú.is að Jeremía gagnrýni enda spekihefðina harðlega í 8. kafla Jeremía, versum 8 og 9.

Lausnin felst í að treysta speki og gjörðum Guðs skv. Barúk.

Hvernig ætti ég að geta hjálpað yður?
Hann [þ.e. Drottinn] einn, sem leiddi ógæfuna yfir yður,
getur frelsað yður úr höndum óvina yðar.

Verið hughraust, börnin mín, ákallið Drottin,
hann mun frelsa yður undan ofbeldi
og úr höndum óvinanna.
Von mín er að Hinn eilífi frelsi yður
og að mér hlotnist fögnuður frá Hinum heilaga
vegna miskunnarinnar sem hann mun brátt auðsýna yður,
hann, eilífur frelsari yðar.

One thought on “Barúksbók 4. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.