Jeremía 35. kafli

Rekabítar voru hjarðmenn sem höfðu endað í Jerúsalem í kjölfar innrásar Nebúkadresar í Júda 597 f.Kr. Þrátt fyrir að búa í borginni segir hér að Rekabítar hafi haldið fast í hefði og siði hjarðsamfélagsins, þeir hafi ekki byggt sér hús eða stundað akuryrkju.

Þegar Jeremía býður þeim að drekka vín, neita þeir, enda hafi ættfaðir þeirra Jónadab Rekabsson skipað svo fyrir. Vín er í kaflanum tengt við akuryrkju og hjarðsamfélag Rekabíta þarfnast þess ekki.

Jeremía notar Rekabíta sem dæmi um trúfastan hóp, andstæðu íbúa Jerúsalem og Júda, sem hlaupa á eftir nýjum guðum og hlusta ekki og sýna Drottni ekki trúfesti.

Kaflinn endar á því að Jeremía spáir Rekabítum velsæld frammi fyrir augliti Guðs.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.