Jeremía 36. kafli

Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið.

Lestur Barúks vakti athygli og hann var kallaður á fund embættismanna sem brá við og sögðu honum að hafa hægt um sig og fara í felur ásamt Jeremía, en embættismennirnir héldu á fund konungs. Þar var tók Jahúdí Nataníason að sér að lesa upp úr bókinni fyrir konung sem brást við með að skera jafnóðum af bókinni það sem lesið var, og kasta á eld. Þannig brenndi konungurinn bókina og krafðist þess svo að Jeremía og Barúk yrðu sóttir. Ekki varð af því.

Jeremía lét aðgerðir konungs ekki hafa áhrif á sig, en lét Barúk endurrita allt sem áður hafði verið sett í bók og bætti í fremur en hitt.

One thought on “Jeremía 36. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.