Shameless

The unhealthy and damaging sexual education that is offered to children, youth, and young people in many churches and some religious communities in the US, is being address in Nadia Bolz-Weber’s upcoming book Shameless.

This damaging and narrow education is not bound to the US, and I am guilty of both participating in enforcing an unhealthy sexual understanding and of being on the receiving end of a judgmental narrow minded behavior by a patriarchal leadership.

Anyway, Shameless has been published and a good reason to check it out.

How Are You Today?

Á lestarpallinum á leiðinni í vinnuna í gærmorgun var ég spurður, “How are you, today?” Spurningin “How are you?” er einhver sú marklausasta í enskri tungu og eftir 10 ár í Bandaríkjunum hef ég lært að svara “Fine and you?” og ganga síðan framhjá viðkomandi. Continue reading How Are You Today?

Forsetakosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Guð

Hér fyrir neðan er handritið að fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2016. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið, viðbótarútskýringar sem ég bætti við í framsögunni og viðbrögð úr salnum vantar en innihaldið er í grunninn óbreytt. Continue reading Forsetakosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Guð

Smáþankar um starfsfólk og kynjaskiptar sumarbúðir

Eitt af því sem hefur um áratugaskeið verið eitt helsta einkenni Vatnaskógar sem uppeldismiðstöðvar er að því sem næst allir starfsmenn sem koma með beinum hætti að uppeldi drengjanna á staðnum eru karlkyns. Það tækifæri sem ungir menn hafa í Vatnaskógi til að vinna sem uppalendur er ómetanlegt ekki aðeins fyrir einstaklingana sem hafa sinnt þessum störfum heldur ekki síður samfélagið í heild. Continue reading Smáþankar um starfsfólk og kynjaskiptar sumarbúðir

Hvaðan sprettur United Church of Christ?

Upphaf siðbreytingarinnar í Evrópu er oft tengd við ungan munk að negla mótmælaskjal í 95 liðum á kirkjuhurð í smábænum sínum. Vissulega var mótmælaskjalið merkilegt, en boð um að taka þátt í guðfræðilegum rökræðum um hlutverk náðarinnar og áherslur í kirkjustarfi hefði líklega ekki breytt kristnihaldi á heimsvísu ef aðstæður hefðu ekki verið réttar. Continue reading Hvaðan sprettur United Church of Christ?

Viðrar vel til loftárása

It was during Nato’s bombing of Yugoslavia in 1999. A weather reporter at the National Broadcast Television in Iceland said in a sarcastic protest, while talking about the weather around Beograd:

Það viðrar vel til loftárása. (e. it’s a preferable weather for airstrikes)

This statement was used later as the name for a song by Sigur Rós. The music video is filmed in Hvalfjörður, approx 50 minutes north of Reykjavik. A painful but mesmerizing story about love and hateful homophobia

3. Mósebók 18. kafli

Upptalningin hér í 3. Mósebók er ítarleg. Textinn gerir ráð fyrir fjölkvæni sem veruleika, en megininntakið er skilgreiningar á sifjaspelli. Kynmök tveggja karlmanna eru bönnuð og þá er lagt bann við mökum við dýr í textanum. Forsendur bannsins eru þær að þessi hegðun hafi tíðkast hjá öðrum þjóðum, m.a. í Egyptalandi og Kanaanslandi. Þær þjóðir sem hafi iðkað þessa siði hafi mátt finna fyrir refsingu Guðs, þær hafi misst landið sitt. Brot við þessum lögum kallar því á útlegð. Continue reading 3. Mósebók 18. kafli

Markúsarguðspjall 10. kafli

Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli

Hátíð vonar

Franklin Graham er svo sem ekki á vinalistanum mínum á Fb og ég tæki seint undir skoðanir hans varðandi fjölmarga hluti, en hann er stofnandi og* stjórnandi einna stærstu góðgerðasamtaka í BNA sem velta 46 milljörðum ísl. króna á hverju ári og af þeim rennur um 93% 88%** beint í hjálparstarf af ýmsu tagi. Þetta hlutfall er með því besta sem tíðkast í þessum geira.

Continue reading Hátíð vonar

Ljóðaljóðin 5. kafli

Eftir að þau sofa saman, virðist karlinn fara á braut. Kórinn spyr hvers konan sakni og hún lýsir fegurð elskhuga síns.

Hjalti bendir á mögulega tengingu Ljóðaljóðanna við frjósemisdýrkun miðausturlanda árþúsundið fyrir Krist í ummælum við fyrri kafla. Sé sú raunin, liggur beinast við að lesa inn í textann hugmyndir um árstíðir og hringrás lífsins. Ástmaðurinn sem kemur og fer gæti verið tákn vorsins. En ég veit það samt ekki.

Ljóðaljóðin 4. kafli

Hafi kynferðisleg skýrskotun textans farið fram hjá einhverjum fram til þessa þá þarf ekki að velkjast í vafa lengur. Líkingamálið verður vart augljósara, þegar karlinn hefur lýst fegurð konunnar þá býður hún honum í rúmið með sér.

Ljóðaljóðin 2. kafli

Ástarjátningarnar halda áfram. Það er sjálfsagt margt táknrænt þar að finna, ég rek augun í að rúsínukökur eru á meðal þess sem brúðurin borðar. Þessi tilvitnun gefur til kynna að textinn sé e.t.v. ekki upphaflega úr Jahve hefð, enda er rúsínukökuátt tengt skurðgoðadýrkun í einu spádómsriti Gamla testamentisins (sjá betur síðar).

Á sama hátt má sjá í 2. kaflanum vísanir til frjósemisdýrkunar, m.a. í vísunum til vorsins, þegar lífið vaknar, þegar elskhuginn kemur af fjöllum.