Ljóðaljóðin 3. kafli

Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvernig þessi texti hefur hugsanlega verið leikinn af brúðhjónum sem hluta ritualsins, textinn er lifandi. Brúðurin hleypur um í mannfjöldanum og leitar hins eina rétta. Þegar hún finnur hann þá dregur hún hann heim.

Síðari hluti kaflans er torræðari. Ef til vill er textinn fyrst og fremst lítúrgía í tengslum við eitt brúðkaup, þ.e. brúðkaup Salómons konungs. Þannig sé ekki um að ræða almenna lítúrgíu heldur einhvers konar “theatrical” sjónarspil við brúðkaup konungsins. Ég verð að viðurkenna að það er ómögulegt að fullyrða út frá þessu, kannski er einfaldlega um að ræða samanburð við konungsbrúðkaup, enda er umgjörð konunglegra brúðkaupa oft mark þess fullkomna.