Trinity Lutheran Seminary

Nú þegar ég á aðeins eftir tvo daga í skólanum þetta fyrsta misseri er ástæða til að velta fyrir sér hvað það er sem skiptir mig mestu máli við Trinity. Í umræðum við ágætan prófessor við skólann fyrir nokkrum dögum, fórum við að ræða um hvers vegna Trinity. Mér flugu í hug nokkrar ástæður, sem skipta mig og fjölskyldu mína máli. Continue reading Trinity Lutheran Seminary

Kosningahvatinn

Kosningaþátttaka í BNA er mjög merkilegt fyrirbæri. Í landi lýðræðisins fer þátttakan vart upp fyrir 50%. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Ein er sú að flæði fólks um landið er mikið. Þrátt fyrir þá mýtu að Bandaríkjamenn ferðist ekki út fyrir fylkið sitt, þá flytur það fram og tilbaka. Þannig var Kevin kunningi minn ekki viss um hvort hann nennti á kjörstað í dag, nýfluttur yfir landið þvert og síðustu mánuðir hafa farið í annað en að velta fyrir sér muninum á SmokeLessOhio og SmokeFreeOhio.

Continue reading Kosningahvatinn

Af hverju hommarnir?

Það hlýtur að vekja upp spurningar í hugum þeirra sem standa utan við hið kirkjulega (kristilega) samhengi hví hommarnir, því það eru jú hommarnir, skuli vekja upp svo sterk viðbrögð hjá þeim sem telja sig sannkristna á Íslandi (en ekki reyndar bara á Íslandi).
Það nefnilega er margt sem hefði getað kallað fram þessi viðbrögð en gerði það ekki.

Continue reading Af hverju hommarnir?

God and Politics

In the minds of many Americans the commitment to Christ is measured in how strongly they fight against gay-marriages and abortions. Even thou Jesus never spoke about those issues. Those who measure up as the most Christian, sometimes have no agenda or at least vague about poverty. That seems strange in the light of the fact that poverty and the importance of fighting it is mentioned almost 2000 times in the Bible. Continue reading God and Politics

Guð sem stjórnmálaafl

Fyrir flestum Bandaríkjamönnum er afstaðan til Krists mæld í afstöðinni til hjúskapar samkynhneigðra og fóstureyðinga, þrátt fyrir að þetta séu mál sem Kristur nefnir aldrei. Sama fólk og mælist þannig kristnast er í mörgum tilfellum skeytingarlaust um þann gífurlega þjóðfélagsvanda sem fátækt er. Það þrátt fyrir að fátækt og mikilvægi þess að vinna bug á henni sé nefnt til sögunnar um 2000 sinnum í Biblíunni.

Continue reading Guð sem stjórnmálaafl

Eldri sonurinn

En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera.
Hann svaraði: Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.
Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma.
En hann svaraði föður sínum: Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum.
En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.
Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.
Continue reading Eldri sonurinn

Ríkiskirkja!?!!

Ég trúi að ef kirkjan vill lifa heilbrigðu lífi þurfi hún að ná sem mestri fjarlægð frá ríkisvaldinu. Margvíslegur árangur hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Ástandið í Noregi er hins vegar dæmi um óheilbrigt umhverfi hvað þetta varðar. Er staðan virkilega sú að ríkisstjórnarsamstarf er í hættu vegna biskupskosninga og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?

Í tilefni stefnumótunar – Þankar um kirkjuna mína I

Ég stóð við moltuhauginn með skófluna í gær þegar góður maður sagði mér að hann þyrfti að heyra í prestinum fljótlega. Það væri ólíðandi hvað þeir væru byrjaðir að tjá sig pólitískt. Þeir yrðu að átta sig á því að í söfnuðinum væri fólk úr öllum flokkum.

Continue reading Í tilefni stefnumótunar – Þankar um kirkjuna mína I