7 thoughts on “Málefni presta og samkynhneigðra”

  1. Já, glöggt er gests augað, segi ég nú bara. Hann bendir á þá lausn sem er við lýði í Frakklandi og Þýskalandi, sem er sú að það hjúskaparstofnunin komi trúfélaginu ekki við heldur sé samningu frammi fyrir borgarfógeta eða sýslumanni. Trúfélagið ráði því síðan hvort það megi blessa.

    Eitt sem hann segir ekki, enda ekki meðlimur trúfélags, en það geri ég sem prestur:

    Kirkjan á að vígja samkynhneigða á grunni eigin boðunar og praxís.

    -Allir sem játa trúna, mega skírast (ekki n.b. mega allir skírast)
    -Allir sem eru skírðir og lofa að fylgja Kristi mega fermast (nb. ekki mega allir fermast)
    -Allir, líka fráskildir, sem lofa ævilangri tryggð mega ganga í kirkjulegt hjónaband (gegn biblíuorðinu og hefðinni til margra alda) en ekki samkynhneigðir

    og þar í liggur meinið, að mínu mati. Þetta hefur vissulega með mannréttindi að gera, en séð innan frá hefur þetta fyrst og fremst með samkvæmni kirkjunnar að gera við sjálfa sig.

  2. -Allir, líka fráskildir, sem lofa ævilangri tryggð mega ganga í kirkjulegt hjónaband (gegn biblíuorðinu….)

    Merkilegt. Ertu þarna að vísa til orða Jesú í guðspjöllunum?

  3. “Sá sem skilur við konu sína nema sakir hórdóms og kvænist annarri, drýgir hór.” Matth. 19,9

    Vinur minn, prestur í ensku kirkjunni kvæntist fráskilinni konu. Það var fyrsta hjónabandið hans. Biskupinn bannaði honum eftir það að koma að hjónaundirbúningi og hann mátti ekki gefa saman hjón. Já, ég er að vitna til orða Jesú. Þeirra sem fæstir fara eftir, ekki einu sumir þeirra, sem harðast hafa farið fram gegn hjónavígslu samkynhneigðra á hefðar og biblíurökum.

  4. Merkilegt. Þannig að þó svo að það stæði skýrum stöfum í einhverju guðspjallanna: “Og Jesús sagði: ‘Hjónaband skal bara vera á milli eins karls og einnar konu, samkynhneigð er synd….og svo framvegis…” þá værir þú samt fylgjandi því að samkynhneigðir gætu gengið í hjónaband. Er það ekki rétt skilið hjá mér? Þannig að þú fylgir siðferði Jesú, nema þegar þú gerir það ekki. Nema auðvitað þú teljir guðspjöllin vera óáreiðanlegar heimildir um boðskap Jesú.

    Þeirra sem fæstir fara eftir, ekki einu sumir þeirra, sem harðast hafa farið fram gegn hjónavígslu samkynhneigðra á hefðar og biblíurökum.

    Af hverju hefur fólk eins og þú ekki komið með þessi rök í umræðunni? Ég veit ekki hvernig “svartstakkarnir” svokölluðu ættu að geta svarað þessu. Eða hefurðu kannski komið með þau, bara á lokuðum póstlistum?

  5. Ef menn færu eftir biblíunni einni, væru afar margir kristnir eineygðir, einhentir og einfættir. En jafnvel í röðum harðra bókstafstrúarmanna er það ekki svo.

    Hitt er svo annað mál, að rökin fyrir og móti giftingu samkynhneigðra eru flókin, hafa tekið tímann sinn að kristallast og því er það svo að þessu er ekki lokið heldur megum við búast við áframhaldandi umræðu. Það tekur fólk tíma að taka rökum og skipta um skoðun.

    Varðandi sjálfan mig, þá held ég að ég hafi ekki áttað mig á þessari leið að horfa á hlutina fyrr en fyrir afar skömmu, þ.e.a.s. þessari framsetningu. Henni er hér með komið á framfæri.

  6. Það er rétt að fram komi að Geir Waage hefur ekki haldið fram svo ég viti til að “Hjónaband samkynhneigðra brjóti gegn skýrum boðum Jesú”. Af þeim sökum hef ég ákveðið að eyða færslu hér fyrir ofan þar sem hún fullyrðir ranglega um afstöðu nafngreinds manns sem að minni vitneskju les þennan annál ekki.

  7. Er það misskilningur hjá mér að hann vísi til þess að Jesús hafi vísað til “skikkan skaparans”?

    En hvað um það, ég tók bara Geir Waage sem dæmi yfir hinn dæmigerða andstæðing hjónavígslu samkynhneigðra.

    Ef menn færu eftir biblíunni einni, væru afar margir kristnir eineygðir, einhentir og einfættir. En jafnvel í röðum harðra bókstafstrúarmanna er það ekki svo.

    1. Var tal Jesú um aflimanir og það allt myndlíking?
    2. Var tal Jesú um hjónabandið ( Matth. 19,9) myndlíking?

    Hingað til hefur mér verið sagt af prestm að svarið við spurningu 1 sé “Já” og ég get ekki séð hvernig svarið við spurningu 2 getur verið annað en “Nei”. Er þetta þá sambærilegt?

    En það er gott að þú sért sammála því að Jesús hafi verið á móti giftingu fráskilinna (amk er hann það í guðspjöllunum).

    En þessi rök sem ég bendi á eru afar einföld og sýna fram á tvískinnung þeirra sem vísa til biblíunnar máli sínu til stuðnings. Ég held að ástæðan fyrir því að kirkjunnar menn nota þau ekki sé sú að þau sýna fram á að Jesús var með afskaplega fornan hugsunarhátt þegar það kom að hjónabandsmálum. Það er ekki góð auglýsing fyrir “söluvöru” Þjóðkirjunnar.

    Varðandi sjálfan mig, þá held ég að ég hafi ekki áttað mig á þessari leið að horfa á hlutina fyrr en fyrir afar skömmu, þ.e.a.s. þessari framsetningu. Henni er hér með komið á framfæri.

    Frábært. Ég er viss um að Árni Svanur væri ánægður ef þú gætir skrifað grein um þetta á trú.is 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.