Trinity Lutheran Seminary

Nú þegar ég á aðeins eftir tvo daga í skólanum þetta fyrsta misseri er ástæða til að velta fyrir sér hvað það er sem skiptir mig mestu máli við Trinity. Í umræðum við ágætan prófessor við skólann fyrir nokkrum dögum, fórum við að ræða um hvers vegna Trinity. Mér flugu í hug nokkrar ástæður, sem skipta mig og fjölskyldu mína máli.

  1. Almenningsskólarnir í Bexley eru með þeim allra bestu í Ohio og á top 5% í landinu öllu. Þetta skiptir verulegu máli fyrir barnafólk enda eru almenningsskólar mjög misgóðir í BNA. Stúdentaíbúðir Trinity eru í Bexley skólahverfinu.
  2. Stúdentaíbúðirnar í Trinity eru ágætar, samfélagið í garðinum og fjöldi barna skiptir miklu máli fyrir okkur. Húsaleigan er hófleg og stærð íbúðarinnar ásættanleg (3 svefnherbergi/2 baðherbergi/Ágæt stofa og nýtanlegur kjallari undir allri íbúðinni).
  3. Við erum mjög nálægt einum af stærstu háskólum Bandaríkjanna, OSU (Ohio State University). OSU hefur nýlega skrifað undir stóran samstarfssamning við rannsóknarsetur á Íslandi.
  4. Rólegt samfélag í Bexley, þar sem hægt er að nálgast mest allt gangandi eða á hjóli. Um leið er Bexley staðsett í milljón-manna borg, þannig að öll þjónusta er til staðar.
  5. Skólinn er lítill, þannig að samfélag nemenda og kennara er persónulegt og þægilegt. Mikið er lagt upp úr helgihaldi í skólanum.
  6. Prófessorarnir eru margir tengdir praktískum verkefnum á sviði guðfræði.
  7. Formaður vinnuhópsins á sviði kynferðismála sem vann skýrslu ELCA um stöðu samkynhneigðra og tillögur um viðbrögð er hér.
  8. Trúfræðikennarinn er einn af fulltrúum ELCA í samtali við katólikka í kjölfar JDDJ-samþykktarinnar.
  9. Hér er formaður þeirrar deildar The Society of Biblical Literature, sem glímir við leitina að sögulega Jesú.
  10. Skólinn er núverandi heimili safnaðaruppbygingarverkefnis sem heitir Heilbrigðir söfnuðir.
  11. Samstarf við aðra skóla er mikilvægur þáttur fyrir Trinity Lutheran Seminary. Fyrst er að nefna Bexley Hall, sem er guðfræðideild ensku biskupakirkjunnar, staðsett í Trinity. Það þýðir að biskupakirkjunemar eru í flestum tímum og víkka verulega út alla umræðu.
  12. Annað samstarf felst í tengslum við Katólskt seminary, það eina í BNA sem er í eigu Vatíkansins og við seminary á vegum Methódista, en hægt er að taka námskeið að vild í báðum skólum.
  13. Tengsl við OSU og Capital U. eru líka til staðar og hægt að taka sértæk námskeið við þá skóla. Þannig er á hverju ári boðið upp á námskeið um tengsl sérfræðistétta í tengslum við læknadeild, lögfræði- og fleiri deildir í OSU.
  14. Gifurleg fjölbreytni í kennsluaðferðum.

Þetta eru fyrstu pælingar. Skólinn býður upp á 1 árs meistarapróf fyrir fólk með M.Div. (Cand. Theol.).
Ekki er boðið upp á Ph.D. gráðu, sem gæti verið neikvætt fyrir einhverja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.