Ríkiskirkja!?!!

Ég trúi að ef kirkjan vill lifa heilbrigðu lífi þurfi hún að ná sem mestri fjarlægð frá ríkisvaldinu. Margvíslegur árangur hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Ástandið í Noregi er hins vegar dæmi um óheilbrigt umhverfi hvað þetta varðar. Er staðan virkilega sú að ríkisstjórnarsamstarf er í hættu vegna biskupskosninga og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?

14 thoughts on “Ríkiskirkja!?!!”

  1. Ég tel að svona staða geti ekki komið upp hér á landi. En þetta ætti að vera íslensku kirkjunni hvatning til að hafa að því frumkvæði að slíta tengslin við kirkjuna sem mest sem fyrst. Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að frumkvæðið komi frá kirkjunni til að hún geti verið betur undirbúin undir breytingar og betur stýrt þeirri atburðarrás sem fer af stað. Hvar í greininni kemur fram að þetta snúist um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?

  2. Það kemur reyndar ekki fram í þessari grein, hins vegar standa tveir helstu kandídatarnir fyrir sitt hvora skoðunina í því máli og hefur afstaðan til samkynhneigðar verið notuð til að skerpa á mismuninum á þessum tveimur einstaklingum.

  3. Við megum síðan ekki gleyma því að síðast þegar valinn var biskup á Íslandi, þá annaðist Sólveig Pétursdóttir þann gjörning.

  4. Væri ekki bara öllum fyrir bestu að leggja niður þetta bálkn? Þá gæti venjulrgt fólk amk lifað í friðið fyrir þessum dularfullu “raunveruleikum handan skynseminnar” sem prestar virðast vera svo hrifnir af. 🙂

  5. Hjalti, hvað áttu við með “venjulegt fólk”. Er það fólk sem hefur sömu skoðanir og þú? Ég held nefnilega að fæstir upplifi þetta neikvæða áreiti sem þú og sumir félagar þínir eru haldnir þráhyggju út af.

  6. Mér finnst það nú frekar óvenjulegt að trúa því Jesús Jósefsson hafi labbað á vatni og læknað fólk með því að hrækja á það. Ætli það geri ekki fólk sem trúir því óvenjugra en ella. En ég held að það sé rétt hjá þér að fæstir taki eftir þessu áreiti, enda flestum alveg sama um trúmál. (annars verður síðasta innlegg að skoðast í ljósi tímasetningarinnar 😉 )

  7. Það er nákvæmlega málið. Þú tekur þá ákvörðun að álykta sem svo að skoðanir og hugmyndir þínar um heiminn séu “venjulegar” en hugmyndir annarra séu það ekki. Hjalti, manneskjur sem tileinka sér þannig nálgun að veröldinni finnast mér yfirleitt leiðinlegar, þröngsýnar og lítið spennandi þegar kemur að því að hafa samskipti við þær. Það á jafnt við um þá sem tileinka sér þá sýn að kristnir menn séu “venjulegir” en aðrir “óvenjulegir” og hina sem nálgast veruleikann á hinn veginn. Annað einkenni á einstaklingum sem mér leiðast eru alhæfingar um skoðanir “flestra”. Þessar hugmyndir um flesta eiga sér síðan enga stoð í neinu nema tilfinningu þess sem talar. Öllum verður þetta á, öðru hvoru en það er nauðsynlegt að vinna stöðulega í því að skilja á milli skoðana sjálfs sín og veruleikans, en það krefst bæði vilja til að þroskast og stöðugrar þjálfunar í víðsýni.

  8. Ég er náttúrulega svaka leiðinlegur, þröngsýnn og lítt spennandi að telja það óvenjulegt að trúa því að fólk geti labbað á vatni. Já, meðan ég man, ég sá fljúgandi bleikan fíl áðan. Trúirðu því? Eða ertu svona svakalega óspennandi, leiðinlegur og þröngsýnn? Þetta flesta var líkleg aðeins mín skoðun. Ég nenni einfaldlega ekki að setja “…, að mínu mati.” Aftan á allt sem ég skrifa.

  9. Við skulum halda því til haga að ráðherra skipaði í embættið vegna furðulegra reglna sem kirkjan setti sér sjálf, er ekki svo. Þetta er ekki sú leið sem farin er alla jafna.

  10. Ég er náttúrulega svaka leiðinlegur, þröngsýnn og lítt spennandi að telja það óvenjulegt að trúa því að fólk geti labbað á vatni.

    En Jesús var náttúrlega enginn maður, heldur guð. Trúirðu því ekki? Ósköp geturðu verið eitthvað leiðinlegur, þröngsýnn og óspennandi. 😉

  11. Hjalti, það gerir þig ekki leiðinlegan og þröngsýnan að hafa einhverja skoðun. Hins vegar gefur fullyrðingin þín um að allir sem hafa aðrar skoðanir séu óvenjulegir það í skin að þú sért ekki gífurlega víðsýnn. Annað til Hjalti, þegar þú fullyrðir í ummælum hér á netinu um eitt eða annað, þá geri ég þá kröfu að þú greinir á milli þess sem þér finnst og þess sem er almennt samþykkt. Meðan þú greinir ekki á milli persónulegra tilfinninga og almennra viðtekinnar vitneskju þá gerir þú sjálfum þér skömm til og uppfyllir að sjálfsögðu ekki kröfur félaga þinna á vantrú.net um faglega nálgun viðfangsefna. Ég sé enga ástæðu til að efast um að þú teljir þig hafa séð bleikan fljúgandi fíl. Ef þú hins vegar spyrð mig beint, þá efast ég um að það hafi verið það sem þú sást. Ég ætla ekki að fullyrða hvort þú sért venjulegur eða óvenjulegur, hvort meirihluti mannkyns trúir þér eða ekki, enda hef ég engar rannsóknir á sviði fljúgandi bleikra fíla til að styðjast við.

  12. Halldór, trúir því nokkur maður lengur í alvöru að Jesús hafi verið guð og gengið á vatni? Eru þetta ekki bara, eins og annað í Biblíunni, upplifanir manna á guðdóminum eins og guðfræðideildin orðar það? Eru það ekki bara örfáir nöttarar í frjálsu söfnuðunum sem trúa þessu í alvöru?

  13. Að mörgu leyti er það ekkert óeðlilegt að stjórnmálaflokkar og valdhafar séu að skipta sér af kirkjunnar málum. Svo hefur jú alltaf verið í sögu lúterskunnar á Norðurlöndum. Kirkjan hefur meira og minna verið stjórnuð af ríkisvaldinu – og það oftar en ekki til góðs þar sem kirkjan hefur ekki getað það sjálf vegna sérhagsmunagæslu. Þá er það einnig eðlilegt í kirkju sem leggur mikla áherslu á virkni leikmanna. Ríkisvaldið og stjórnmálamennirnir eru sérstakir fulltrúar almenning, þ.e. leikmanna, og endurspegla skoðanir þeirra. Sú kirkja sem ekki hlustar á þetta vald, hlustar ekki heldur eftir vilja fólksins.

  14. Ég man nú ekki eftir því að hafa sagt að allir þeir sem hafi aðrar skoðanir en ég séu óvenjulegir. Er þetta þessi svæsna fullyrðing mín:

    Mér finnst það nú frekar óvenjulegt að trúa því Jesús Jósefsson hafi labbað á vatni og læknað fólk með því að hrækja á það. Ætli það geri ekki fólk sem trúir því óvenjugra en ella.

    En ég skal vanda mig við það að greina á milli þess sem ég held og þess sem ég held að sé almenn vitneskja. Ef að ég tryði á fljúgandi bleika fíka, yrði ég þá ekki óvenjulegri en ella? (að þínu mati auðvitað). Við vitum það náttúrulega að fílar hafa ekki þann búnað sem þarf til þess að fljúga og sú hugmynd að fílar geti flogið er fáránleg að mínu mati, sumir myndu jafnvel kalla hana óvenjulega. Mér finnst fólk sem labbar á vatni vera í sama flokki, enda brýtur það ekkert síður gegn eðli hlutanna og það væri gaman að fá að vita hvert álit þú hefur á sannleiksgildi slíkra frásagna.

Comments are closed.