Innihald skilaboða Guðs til Balak í gegnum Bíleam eru skýr. Drottinn hefur lofað að standa með Ísraelsþjóðinni.
Guð er ekki maður sem lýgur,
ekki sonur manns sem skiptir um skoðun.
Boðar hann eitthvað án þess að framkvæma það?
Heitir hann einhverju án þess að efna það?
Ég tók að mér að blessa,
því blessa ég og tek það ekki aftur.
Balak gefst samt ekki upp en setur upp altari á hverjum helgum staðnum á fætur öðrum til að fá Drottinn til að standa með sér.