Jesaja 15. kafli

Þegar við lesum spámenn Gamla testamentisins er ekki alltaf auðvelt að vita og sjá hvort þeir séu í skrifum sínum að vísa til þess sem er, var eða verður. Þannig velti ég fyrir mér hvort hernaðaraðgerðin gegn Móab sem hér er lýst, sé vitnisburður um það sem hefur gerst, vísun til atburða sem eru í gangi eða framtíðarsýn Jesaja.

Þannig er auðvelt að spegla þennan texta í ljósmyndum og fréttaflutningi frá styrjaldarsvæðum dagsins í dag, jafnvel frá þeim slóðum sem Jesaja bjó. Hér er enda ekki lýst átökum hermanna, heldur útrýmingu og neyð óbreyttra borgara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.