Jesaja 16. kafli

Upplausn og endalok Móab er Jesaja hugleikin og áhugavert að endalok Móab kemur einnig fyrir í skrifum Jeremía næstum 150 árum síðar. Hér eru rúsínukökur notaðar sem táknmynd hjáguðadýrkunar, en rúsínukökur Móabíta koma við sögu m.a. í Ljóðaljóðunum (á jákvæðan hátt) og í 3. kafla Hósea.

Lát þá sem hröktust frá Móab hljóta vernd hjá þér,
vertu þeim skjól gegn eyðandanum.“
Þegar áþjáninni lýkur,
eyðingunni linnir
og kúgararnir eru horfnir úr landinu
verður hásæti reist í trúfesti í tjaldi Davíðs
og í því mun jafnan sitja stjórnandi
sem leitar réttar og ástundar réttlæti.

Jafnvel þó að hebrear séu e.t.v. ekki lausir við ógn erlends stórveldis, eru þeir kallaðir til að taka á móti flóttamönnum frá Móab, enda gefa okkar eigin vandamál okkur ekki frípassa þegar kemur að náunga okkar. Réttlætið spyr ekki um aðstæður og hentugleika.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.