Jesaja 57. kafli

Nú er vonin farin veg allrar veraldar. Textinn í köflum 56-66 er oft talinn verk þriðja Jesaja. Ísraelsþjóðin er komin heim til fyrirheitna landsins og vonir annars Jesaja hafa ekki enn ræst. Vissulega er hugmyndin um bænahús fyrir allar þjóðir til staðar í fyrri hluta 56. kaflans, en síðan tekur við bölmóður vegna spillingar trúarleiðtoganna og það heldur áfram hér.

Hinn réttláti ferst
en enginn tekur það nærri sér,
hinum guðhræddu er svipt burt
en enginn gefur því gaum.

Skurðgoðadýrkun meðal Ísraelsþjóðarinnar eftir heimkomu, kynferðisspilling, barnaútburður og dýrkun á menningu annarra þjóða eru meðal þeirra hluta sem þriðji Jesaja bendir á að standi þjóðinni fyrir þrifum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.