Jesaja 56. kafli

Þegar Ísraelslýður snýr heim er trú á YHWH ekki lengur bundin við blóðtengsl eða einstaka þjóð.

Og útlendinga, sem gengnir eru Drottni á hönd
til að þjóna honum og elska nafn hans,
til að verða þjónar hans,
alla þá sem halda hvíldardaginn og vanhelga hann ekki
og halda sér fast við sáttmála minn,
mun ég leiða til míns heilaga fjalls
og gleðja þá í bænahúsi mínu.
Brennifórnir þeirra og sláturfórnir
munu þóknast mér á altari mínu
því að hús mitt skal nefnast
bænahús fyrir allar þjóðir.

Það er enda svo að trúarelíta Ísraelsþjóðarinnar er að fara villur vegar.

En þetta eru gráðugir hundar
sem aldrei fá fylli sína,
þeir eru fjárhirðar
sem eru skilningssljóir
og fara hver sína leið,
allir sem einn elta þeir eigin gróða.

Endurspeglast í nálgun Jesús að musterinu í Jerúsalem, t.d. í 12. kafla Markúsarguðspjalls kafla, þar sem finna má í frásöguna um eyri ekkjunnar.

One thought on “Jesaja 56. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.