4. Mósebók 18. kafli

Það er stundum talað um hvernig 4. Mósebók sé fyrst og fremst rit helgihaldsins og prestanna. Nákvæmar útlistanir á hvers kyns tölulegum upplýsingum, ítarlegar lýsingar á helgihaldinu og áherslan á sérstöðu levíta gefa til kynna að textinn eigi uppruna sinn í musterinu.

Ef þið fylgið fyrirmælunum um þjónustuna við helgidóminn og altarið kemur reiðin ekki framar yfir Ísraelsmenn.

Velþóknun Guðs er útskýrð hér sem viðbrögð við helgihaldi, en ekki réttlæti og miskunnsemi. Sjálfmiðlægni prestastéttarinnar nær líklega hámarki í þessum orðum. Allt sem skiptir máli er að prestarnir annist sína þjónustu rétt. Á eftir fylgir síðan útlistun á tekjum presta og levíta fyrir þessa lífsnauðsynlegu þjónustu þeirra.

Það má velta fyrir sér hvort það sé tilviljun að svona texti fylgi í kjölfarið á frásögn af útrýmingu þeirra sem höfðu efasemdir um stöðu Móse og Arons innan Ísraelsþjóðarinnar. Þegar andstæðingarnir hafa verið fjarlægðir, mótspyrnunni eytt, þá er hægt að styrkja stöðu hinna ráðandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.