4. Mósebók 17. kafli

Ísraelsþjóðin lítur ekki svo á að Guð hafi tekið andstæðinga Móse og Arons af lífi. Það hafi verið verk þeirra bræðra, þannig að í fyrstu dregur ekki úr mótmælum. Guð er sagður senda drepsótt í búðirnar og en Aron og Móse bregðast við með friðþægingarhelgihaldi til að róa Guð. 

Þá kallar Móse fram tákn frá Guði til að sýna fram á sérstöðu Levíta í samfélagi Ísraelsþjóðarinnar.

Það er ýmislegt truflandi í textanum í þessum kafla. Þannig ákveður Móse að setja á altari samkundunnar tákn um það hvernig andstæðingar þeirra bræðra voru teknir af lífi af Guði. Eins er laufgaði stafurinn sem sýna á velþóknun Guðs á levítum hafður til sýnis sem áminningu um stéttarskiptinguna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.