Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

Þankar um breytingastjórnun og regluverk

Að lokinni hátíðarsýningu myndarinnar “Submarino” í Bíó Paradís í byrjun nóvember var leikstjóri myndarinnar spurður út í gerð hennar og þá hugmyndafræði sem hann aðhylltist í listsköpun sinni. Það vakti athygli mína að Thomas Vinterberg talaði um að það þyrfti alltaf að vera til staðar umgjörð sem að sköpunin ætti sér stað í, listsköpun ætti sér ekki stað í tómarúmi. Þannig talaði Vinterberg um mikilvægi þess að “Make a set of rules to liberate yourself.” “Framework is inspirational,” sagði Vinterberg. Umgjörðin veitir listamönnum innblástur, í stað þess að hefta þá.

Það mátti skilja á leikstjóranum að án regluverks og umgjarðar færi sköpunarkrafturinn í það að útbúa regluverkið/umgjörðina í stað þess að mynda merkingarbæra list.

Það er ekki bara í listaheiminum þar sem umgjörðin er nauðsynleg til að veita innblástur. Þetta á ekki síður við í stjórnun og hvar sem unnið er með breytingar. Ef umgjörð og reglur eru ekki til staðar, fer krafturinn að jafnaði í að móta og þróa umgjörð og reglur í stað þess að móta stefnu og/eða framtíðarsýn.

Hefndin [spoiler]

Það er margt að segja um hefndina og þeir Wachowski-bræður reyna að koma sínum hugmyndum til skila í nýrri mynd hér í BNA, V for Vendetta. En hefndin er ekki það eina sem glímt er við, hér er líka snert við einhverri þekktustu glímu guðfræðings. Er í lagi að beita ofbeldi til að leiðrétta óréttlætið? En íbúar BNA eru mjög uppteknir af því að Bonhoeffer hafi ekki þegið stöðu við Union Theology Seminar um miðjan 3. áratug síðustu aldar, heldur haldið heim til Þýskalands, barist gegn Hitler og svarað ofangreindri spurningu játandi. En það er útúrdúr.

Continue reading Hefndin [spoiler]

Ekki á morgun heldur hinn

Það er margt hægt að segja um mynd Roland Emmerich “Ekki á morgun heldur hinn” (e. The Day After Tomorrow). Þannig má fjalla um hana sem tveggja tíma auglýsingu fyrir John Kerry í komandi kosningum í BNA. Lárus Páll vinur minn myndi líklega hlæja sig máttlausan af enn einni spennumyndinni með veðurfræðingum (hvað er þetta með veðurfræðinga?). Mig langar hins vegar að velta fyrir mér þeim guðvana heimi sem Roland Emmerich skapar.

Continue reading Ekki á morgun heldur hinn