Væntingar og vonbrigði

Ég hef leitt hugann undanfarið að væntingum sem við gerum til sjálfra okkar og annarra, sá síðan Whale Rider í gærkvöldi. Hugmyndin um stúlkuna sem uppfyllir væntingarnar sem henni er ekki ætlað að uppfylla er spennandi en líklega óraunhæf. Eitthvað í mínum huga segir mér að forsenda árangurs séu raunhæfar væntingar umhverfisins en leiðin til glötunar felist í öðru tveggja skortinum á væntingum eða óraunsæjum væntingum sem drepa niður viljann til árangurs.

One thought on “Væntingar og vonbrigði”

Comments are closed.