Esterarbók 4. kafli

Viðbrögð Mordekaí við tilskipuninni voru viðbrögð iðrunar og afturhvarfs, ekki þó sjálfum sér til handa heldur borginni eða öllu heldur ríkinu. Á sama hátt brugðust aðrir gyðingar í ríkinu við. 

Þegar Ester heyrir af iðrunar- og afturhvarfsviðbrögðum Mordekaí, leitast hún fyrst við að hugga hann og róa niður með því að senda honum föt, en þegar það ber ekki árangur kallar hún eftir upplýsingum um hvað hafi gerst.

Mordekaí greindi … frá öllu sem fyrir hann hafði komið og einnig fjárfúlgunni, sem Haman hafði lofað að leggja í sjóði konungs, yrði honum leyft að tortíma Gyðingum. 8Hann fékk [Hatak] einnig afrit af tilskipuninni um tortímingu Gyðinga sem gefin hafði verið út í Súsa. Bað hann að Ester yrði sýnt bréfið, henni sögð tíðindin og hún beðin að ganga fyrir konung til að grátbæna hann um miskunn og biðja þjóð sinni vægðar.

Ester svarar því til að konungur hafi ekki kallað hana til sín í 30 daga og sú sem gangi fram fyrir konung án þess að hafa verið boðuð, bíði dauðarefsing, nema konungur gefi merki um annað. Enn á ný lærum við í textanum um Ester um samfélag þar sem gagnrýni og umræða er óvelkomin. Samfélag karla sem þurfa aldrei að standa skil á gjörðum sínum.

Mordekaí bendir fósturdóttur sinni á að hún hafi ekkert val. Hún verði að standa upp og mótmæla. Ester svarar:

Farðu og kallaðu saman alla Gyðinga sem nú er að finna í Súsa. Haldið föstu mín vegna og etið hvorki né drekkið í þrjá sólarhringa, hvorki á nóttu né degi. Eins munum við fasta, ég og þernur mínar. Síðan geng ég fyrir konung enda þótt það sé andstætt lögunum. Ef ég dey þá dey ég.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.