Esterarbók 3. kafli

Ester kemur upp um tilræði við Xerxes, svo að sjálfsögðu fær Haman, sonur Hamdata stöðuhækkun. Það segir sig eiginlega alveg sjálft, eða…

Haman notar stöðu sína að karlmanna sið og konungur gefur út skipun um að allir skuli falla á kné og lúta Haman. Til hvers að hafa völd, ef fólk lítur manni ekki og dýrkar.

Víkur sögunni aftur að Mordekaí, en hann hafnar því að dýrka Haman. Sagan lætur liggja á milli hluta hvort viðbrögð Mordekaí séu af trúarlegum ástæðum, en alla vega ákveður Haman að réttast sé að útrýma gyðingum, enda fari þeir ekki eftir lögum konungs. Hann fær konung í lið með sér og þeir gefa út skipunarbréf um að gyðingum verði eytt á þrettánda degi, tólfta mánaðar, mánaðarins Adar. En sá dagur varð fyrir valinu með hlutkesti (svonefndum púr).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.