Esterarbók 2. kafli

Lausnin á vanda Xerxesar er að leita að ungum og fögrum meyjum. Hlutverk drottningar Xerxesar er að þegja, hlýða og vera sæt. Ein þeirra sem er kölluð til konungshallarinnar er Hadassa, munaðarlaus stúlka af gyðingaættum sem bjó hjá frænda sínum Mordekaí, en þau eru sögð tvímenningar.

Það kemur fram að Hadassa notaðist við nafnið Ester, sem hefur líklega ekki gyðinglegar rætur, og er hugsanlega einhvers konar orðaleikur við nafn ástargyðjunnar Ishtar sem var tilbeðin í Babýlon þar sem sagan gerist. Sagan gefur þannig til kynna að gyðingar hafi aðlagast umhverfi sínu í Babýlon, og ólíkt skrifum í hreinleikalaganna er aðlögun ekki vandamál í skrifunum um Ester. Reyndar er sagt að hún hafi haldið gyðinglegum uppruna sínum leyndum.

Samkvæmt frásögunni var ný stúlka leidd inn til konungs á hverju kvöldi og aðeins ef hann mundi nafn þeirra og líkaði við þær komu þær aftur fram fyrir konung. Þetta er sem sagt saga um einnota konur, um valdakúgun og auðmýkingu. Eftir að hafa dvalið langdvölum í kvennabúri Xerxesar var Ester loks leidd fyrir konung.

Ester grípur hins vegar áhuga konungs, sem tekur hana sem drottningu í stað Vastí.

Það segir svo frá að Mordekaí komst að áformum um tilræði við konung, sem Ester kom til konungs.

Hér er áhugavert að orðið gyðingar er notað um afkomendur Jakobs, en það bendir til þess að sagan sé e.t.v. í yngri kantinum af ritum Gamla Testamentisins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.