Esterarbók 1. kafli

Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar.

Xerxes konungur sendir eftir konu sinni, Vastí, svo hann geti sýnt fegurð hennar veislugestum. Í þessari frásögn virðist Xerxes fyrst og fremst líta á Vastí sem „trophy wife“. Hlutverk Vastí er að fullkomna ímynd þessa mikla og glæsilega konungs. En strax hér er feðraveldinu ógnað. Vastí neitar að taka þátt, hún er miklu miklu meira en bara sýningargripur.

Viðbrögðin eru eins og búast má við í sjálfhverfum valdaheimi karla. Ef konan er ekki til í að lifa mínu lífi, má hún eiga sig. Ef við leyfum konum að taka ákvarðanir, ef við gefum eftir völd og áhrif, þá hrynur heimsmyndin okkar allra. Aðeins konur sem eru tilbúnar að spila eftir okkar reglum mega vera með. Þetta snýst nefnilega allt um virðingu og rétt okkar karlanna. Til að styrkja feðraveldið í sessi, eftir þessa ögrun Vastí, gefur Xerxes út tilskipan:

Vastí drottning skal ekki framar koma fyrir auglit Xerxesar konungs. Konunglega tign hennar mun konungur veita annarri sem reynist betri en hún. Þegar tilskipun konungs verður birt um hið víðlenda ríki hans munu allar konur auðsýna eiginmönnum sínum virðingu, jafnt háum sem lágum.

Konur eiga nefnilega að halda kjafti í vera sætar í heimi Xerxesar konungs.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.