Jónas 4. kafli

Það eru margar Biblíusögur sem kalla á ranga túlkun, vegna þess að innihald þeirra pirrar okkur. Ein af þessum sögum er í Matteusarguðspjalli 20.1-16. Réttlæti Guðs getur nefnilega virkað sem óréttlæti. Það er upplifun Jónasar hér.

Jónas upplifir að hann sé gerður að fífli, viðvaranir hans báru nefnilega árangur og Guð skipti um skoðun. Eins og Jónas segir:

[É]g vissi að þú ert líknsamur og miskunnsamur Guð, þolinmóður og gæskuríkur, og þú iðrast ógæfunnar og lætur refsinguna ekki dynja yfir.

Guð sem er líknsamur og miskunnsamur, þolinmóður og gæskuríkur, getur nefnilega auðveldlega pirrað okkur sem erum góð. Okkur sem leitumst við að lifa góðu lífi, gera allt rétt, hjálpa fátækum, gefa til góðgerðarmála og senda bréf og/eða sms fyrir Amnesty og umhverfið. Ég finn alveg til með Hilary Faye í Saved.

Líknsamur og miskunnsamur, þolinmóður og gæskuríkur Guð veitir nefnilega öllum jafnt af náð sinni. Við þessi góðu, fáum ekkert extra og það er skiljanlegt að mér og Jónasi finnist það ömurlegt, sérstaklega ef það lítur jafnvel út fyrir að við séum kjánar.

Guð reynir að útskýra réttlætisverk sitt fyrir Jónasi sem situr reiður utan við borgina. Hvort að Jónas hafi skilið Guð er hins vegar látið ósagt.

One thought on “Jónas 4. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.