Jónas 3. kafli

Verkefni Jónasar er samt enn ólokið. Reynslunni ríkari ákveður Jónas að hlusta á köllun sína. Hann heldur af stað til borgarinnar Níneve og prédikar að framundan sé eymd og volæði.

Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst!

Það óvænta og fráleita gerist, sérstaklega í ljósi lesturs okkar á Jeremía. Íbúar borgarinnar iðrast og leitast við að bæta ráð sitt. Konungurinn gefur skýr skilaboð:

Menn og dýr skulu sveipa sig hærusekkjum, hrópa til Guðs af öllum mætti, snúa frá sinni illu breytni og láta af því ofbeldi sem þau hafa framið.

Viðbrögð Guðs við því sem í raun er líklegast óhugsandi, samfélagsleg iðrun og auðmýkt er að skipta um skoðun.

Guð sá hvað fólkið gerði, að það hafði látið af sinni illu breytni. Þá snerist honum hugur og hann ákvað að valda fólkinu ekki þeirri ógæfu sem hann hafði boðað og refsa því ekki.

Kómedían birtist þannig í viðbrögðum borgarbúa, sem snúa frá villu síns vegar (já, já, eins og það geti gerst) og ekki síður í því að Guð skiptir um skoðun, sá Guð sem er, var og verður sá hinn sami, verður eitthvað annað.

Hér væri gaman að skrifa eitthvað spaklegt um process guðfræði, en þar sem mig skortir þekkingu, verður vísun á Wikipedia að duga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.