Esterarbók 5. kafli

Ester er greinilega glæsileg kona, því þegar konungur sér hana gefur hann henni merki um að koma. Einfeldni konungs er tvítekin þar sem hann, uppnuminn af fegurð drottningar sinnar segist myndi veita henni hálft konungsríkið, ef hún bara bæði um það. 

Auðvitað vitum við lesendurnir og Ester, kannski konungurinn líka að þetta eru innihaldslaus orð, þess sem hefur allt og þarf aldrei að þóknast einum né neinum. Innantóm loforð þeirra þeirra sem eru ósnertanlegir í krafti valda og auðs.

Beiðni Esterar reynir þó ekki á heiðarleika og hreinskilni konungs. Hún er enda komin til þess eins að bjóða honum til veislu ásamt Haman.

Víkur nú sögunni stuttlega að Haman, sem gengur glaður og ánægður frá höllinni þennan dag. Haman hefur enda allt til alls, nema hvað, á leið sinni rekur hann augun í Mordekaí, og reiðin blossar upp. Hvernig vogar sér einhver að efast um æðisleika minn?

Sögumaður fer á flug þegar hann lýsir viðbrögðum Haman, við því að einhver dýrki hann ekki. Haman fer og heldur upp á afmælið sitt á Bahamaeyjum, flýgur veislugestum inn, ræður til starfa fræga rappara og gefur öllum gestum stórkostlegan málsverð. Nei, annars það er önnur sjálfhverfusaga.

Haman kallar saman vini sína og eiginkonu:

og gortaði við þau af auðæfum sínum, fjölda sona sinna, þeim frama sem hann hafði hlotið af konungi og því hvernig konungur hafði sett hann til æðri metorða en nokkurn annan af höfðingjum sínum og embættismönnum. „Já,“ sagði Haman, „Ester drottning bauð engum til veislunnar nema mér og konungi. Og á morgun býður hún mér enn til veislu með konunginum.

Haman sagði vinunum líka frá því hvernig Mordekaí pirraði hann, svo þeir lögðu til að hann keypti einfaldlega upp alla fjölmiðla sem gætu þá úthúðað Mordekaí og upphafið Haman. Nei, aftur í vitlausri sögu.

Vinirnir lögðu til að Haman léti einfaldlega myrða Mordekaí.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.