Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling

Ég var af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér lestri drengja og meintum hrakandi lesskilningi þeirra. Ef við gefum okkur að niðurstöður kannanna séu réttar og samanburður við eldri kannanir marktækur og lesskilningur fari versnandi, sér í lagi hjá drengjum, þá kallar það auðvitað á margskonar spurningar og vangaveltur. Tölvur og tölvuleikir eru nefndir til sögunnar, sem er hálfkómískt, enda kallar tölvuleikjaspil á lesskilning og áliktunarhæfni. Aukning nemenda í hverjum bekk með greiningar sem gerir kennurum erfitt fyrir hef ég heyrt nefnt, en fákunnandi ég hefði talið að aukning greininga yki ekki vandann heldur einfaldlega skilgreindi hann.

Continue reading Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling